01.02.2007 16:29

Úrtaksæfing

Úrtaksæfing fyrir U16/U17 landslið karla fer fram í Fjarðabyggð, nánar tiltekið í knattspyrnuhöllinni á Reyðarfirði, sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi.  Á æfinguna hafa verið boðaðir vel á þriðja tug leikmanna frá félögum á Austurlandi. Á æfinguna fara fimm drengir frá Einherja en þeir eru: Gísli Freyr Ragnarsson, Bjarki Björnsson, Egill Gautason,Gunnar Karl Guðjónsson og Gunnlaugur B Baldursson. Vonandi gengur þeim vel og hver veit nema einhver þeirra verði valinn í æfingahóp landsliðsins.

 

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310795
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 09:44:42