19.05.2007 21:21

Fjarðarálsmót.

Síðasta fimmtudag fóru tvö lið frá okkur og tóku þátt í Fjarðarálsmótinu í knattspyrnu.
Í 5. flokki karla var sameiginlegt lið Einherja og Hugins sem keppti í flokki B- liða og stóðu þeir sig vel og lentu í þriðja sæti, unnu tvo leiki en töpuðu tveimur.
Í 6. flokki  kvenna, A- liða sem var eingöngu skipaður stelpum frá okkur gerðu stelpurnar sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki og þar ,með mótið.

Í dag fóru svo 5. flokkur kvenna og 7. flokkur og tóku þátt, þarna vorum við með sameiginlegt lið með Huginsmönnum. Bæði liðin keppu í B-flokki. 5. flokkur kvenna stóð sig með prýði og lenti í fyrsta sæti þær unnu tvo leiki og gerðu eitt jafntefli. Í 7. flokki stóðu krakkarnir sig mjög vel og unnu mótið, þau unnu þrjá leiki en töpuðu einum.
Þetta voru fyrstu mótin þar sem við sendum sameiginleg lið með Huginsmönnum en eins og fram hefur komið ætlum við að gera það í sumar. Reynslan af þessum mótum er bara mjög góð og vonandi á þessi samvinna eftir að vera til góðs fyrir bæði félögin.

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310795
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 09:44:42