17.06.2007 18:58

17. júní hlaup

Í morgun fór fram hið árlega 17. júní hlaup Einherja í rjómablíðu og höfðu keppendur sem og þeir foreldrar og forráðamenn sem mættu mjög gaman að. Hlaupið er styrkt af Sparisjóði Þórshafnar sem gefur öll verðlaun í hlaupið. Það sem kemur á óvart er hversu fáir mæta til þess að taka þátt og því viljum við skora á alla Vopnfirðinga að hrista nú af sér  slenið og mæta eldhressir í 17. júní hlaup á næsta ári.Hinum sem mættu til að keppa í morgun þökkum við kærlega fyrir þátttökuna sem og þeim sem mættu til að fylgjast með. Myndir sem teknar voru í hlaupinu munu koma á síðuna hjá okkur á næstunni.
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 32
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 308651
Samtals gestir: 74819
Tölur uppfærðar: 15.9.2019 13:32:12