04.03.2008 08:49

Lífshlaupið

Lífshlaupið - Spennandi hvatningar- og átaksverkefni

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir nýtt og spennandi hvatningar- og átaksverkefni, Lífshlaupið, sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Farið verður eftir hreyfiráðleggingum Lýðheilsustöðvar þar sem börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Vefsíða Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is og er skráning hafin.

Við hvetjum alla Vopnfirðinga til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað.

Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 178
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 293025
Samtals gestir: 70589
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 04:26:32