28.03.2008 09:32

Einherji-Huginn í samstarf


Líkt og síðastliðið sumar hafa Einherji og Huginn Seyðisfirði stofnað
með sér knattspyrnubandalag í 5.flokki karla óg munu því senda sameiginlegt
lið undir nafni Einherja-Hugins til keppni á íslandsmótinu í 5.flokki karla í sumar.

Ástæður þessa eru að ekki hefði tekist að manna lið á hvorum staðnum fyrir sig og
reyndar alveg á mörkunum eins og staðan er í dag að samstarf Vopnfirðinga og
Seyðfirðinga dugi til að ná lágmarksfjölda í lið.

Þá  lítur út fyrir að liðin í F riðli 5. flokks karla verði:
Einherji-Huginn,Fjarðabyggð/Leiknir, Fjarðabyggð/Leiknir2,Höttur,Sindri.

Nokkrar myndir eru komnar í myndaalbúmið frá samstarfinu sl.sumar.
Gísli Arnar.
Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310872
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 10:16:42