03.04.2008 08:34

Foreldrafundir

Í gær 2. Apríl voru haldnir foreldrafundir í fótboltanum hjá okkur og var mæting góð og góð umræða um málefni fundarins sem voru mótin sem framundan eru í vor og sumar.
Ákveðið var að fara með 5.flokk karla ( Einherji/Huginn ),5.flokk kvenna,6,flokk,og 7.flokk á Fjarðaálsmótin sem haldin eru í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði um helgar í Apríl og í byrjun Mai.
Einnig var ákveðið að breyta til í ár og stefna á Nikulásarmótið á  Ólafsfirði helgina 11. - 13. Júlí .
Varðandi 5.flokk kvenna mun undirritaður kanna vilja foreldra varðandi Pæjumót TM um helgina 8. - 11. Ágúst og fjölda stelpuliða á Nikulásarmótinu.og svo setja sig í samband við foreldrana með þær upplýsingar.

Eftirtaldir foreldrar tóku að sér að vera tengiliðir:

    6.flokkur Jói og Ása
    7.flokkur Hreiðar og Kristín
    5.flokkur kk. Árný 
    5.flokkur kvk. Erla og Gulli

Allir ofantaldir flokkar eru að berjast við mannfæð og samheldni því mikilvægari en ella til að hreinlega náist í lið.

Gísli Arnar.
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18