22.04.2008 09:17

Fjarðaálsmót 7.flokks og 5. flokks kvenna.


Fjarðaálsmót Fjarðabyggðarhöllinni Reyðarfirði.

Framundan eru fótboltamót 7. Flokks ( blandaður )  og 5. Flokks kvenna í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á Sunnudaginn 27. Apríl .keppni hefst á bilinu 10-11:00 eftir fjölda þátttakanda. ( 7.flokks mótið er spilað fyrst.)

Líkt og síðastliðið ár er akstur foreldra á mótið  forsenda þess að tekið sé þátt,en ef einhverjir foreldrar komast ekki er mögulegt að semja við  aðra foreldra um  að taka barnið með og bera ábyrgð á því.

·         Keppt er á gerfigrasi í 7 manna liðum. Allir ættu að reyna að  mæta með fótboltaskó eða gerfigrasskó. Þeir sem eiga bláu peysuna og buxurnar frá í fyrra ættu helst að vera í því. En við klæðun okkur í Einherjabúninga í klefunum á staðnum. Gott er að hafa bol til að vera í innanundir.

  • Foreldrar eru beðnir að tilkynna af eða á um sig og eða sitt barn sem allra fyrst, í dag er Þriðudagur og mótið er á Sunnudag.
  • Þar sem Fjarðabyggðarhöllin er óupphituð er nauðsynlegt að klæða bæði börnin og fullorðna vel. ( kuldagallarnir komu sér vel í fyrra ). Gott að vera í gerfigrasbuxunum (úr Einherjasettinu ef þær eru heilar) innan undir þegar spilað er.
  • Ekki er ennþá komin leikjaniðurröðun.  
  • Nauðsynlegt er að nesta sig vel af hollu og góðu nesti.
  • Best væri að fólk mætti ekki seinna en ½ tíma fyrir fyrsta leik og einnig væri gaman ef fólk gæfi sér tíma til að fylgjast með og hvetja báða flokkana.

Varðandi tímasetningar þá er ekki komið á hreint hvenær hvor flokkur á að byrja en ég mun reyna að láta upplýsingar berast eins fljótt og unnt er.

Allar nánari upplýsingar gefur Gísli Arnar í  4731288  fyrir hádegi og 8452285 á kvöldin.

Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309182
Samtals gestir: 74912
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:58:22