28.04.2008 08:26

Fjarðaálsmót 7. flokks og 5. flokks kvenna


Við Einherja menn og konur þeystum austur í gær Sunnudaginn 27. Apríl til að taka þátt í Fjarðaálsmótunum í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Níu lið mættu til leiks í 7. flokki; þrjú frá Fjarðabyggð, þrjú frá Hetti, tvö frá Sindra og eitt frá Einherja. Gríðarleg tilþrif sáust, mörg mörk og mörg bros, enda gleðin í fyrirrúmi og allir sigurvegarar. Einherjakrakkarnir voru til fyrirmyndar í alla staði og þjálfarinn ekki í stórum vandræðum hvað skiptingar varðar.

í 5. flokki stúlkna mættu fimm lið; tvö frá Fjarðabyggð, Einherji, Höttur og Sindri. Keppnin var gríðarlega spennandi og fóru leikar svo að fjögur lið enduð efst og jöfn með 7 stig. Því þurfti markamun til að skera úr um sæti 1. til 4. Röðin var; 

                1. sæti Höttur ................. 6 mörk í plús 
                2. sæti Sindri ................. 3 mörk í plús 
                3. sæti Fjarðabyggð II ... 2 mörk í plús 
                4. sæti Einherji ...............1 mark í mínus
                5.sæti Fjarðabyggð l

Það er ljóst að það verður hörkuriðill sem Einherjastelpur í 5.flokki taka þátt í á Íslandsmótinu í sumar þegar liðin eru þetta jöfn í upphafi sumars.

Nú er bara eftir eitt Fjarðaálsmót í ár þ.e.  5.flokkur karla sem verður næsta sunnudag 4.Maí.

Myndir á Leiknir Fáskrúðsfirði hér vinstramegin á síðunni.
og í myndaalbúmi hér á síðunni.

Gísli Arnar.
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18