28.04.2008 13:12

Maður mótsins.

Samkvæmt frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag var "okkar maður" Arnar Geir Magnússon lögreglumaður hér á Vopnafirði valinn maður mótsins á árlegu fótboltamóti lögreglunnar sem fram fór um helgina á Suðurnesjum.
Undirrituðum er ekki kunnugt um með hvaða liði hann lék en vill óska honum til hamingju með útnefninguna, en þeim sem hafa séð til kappans við æfingar sl. haust og í vetur kemur hún ekki á óvart.

        Gísli Arnar
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 71
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 292626
Samtals gestir: 70543
Tölur uppfærðar: 16.7.2018 04:28:55