05.05.2008 08:51

EinHuginn

Það var ekki laust við að 5.flokks strákarnir okkar leyfðu sér að brosa út í annað eftir að hafa staðið sig með mikilli prýði á Fjarðaálsmótinu í gær. Hópurinn var skipaður 4 strákum frá Vopnafirði og 4 frá Seyðisfirði. Það var fyrst og fremst dugnaður og ánægja sem sást á þessari fyrstu sameiginlegu "æfingu" sumarsins og vonandi gefur það tóninn fyrir sumarið sem líkt og síðasta ár verður án efa erfitt en skemmtilegt.

Í keppni A-liða í 5ta voru 4 lið, Fjarðabyggð 1 og 2, KS og Sindri.  Leikar fóru þannig að Fjarðabyggð 1 vann alla sína leiki örugglega, en Siglfirðingar og Hornfirðingar urðu jafnir í öðru sæti, með 4 stig.  Markamunur KS var einu marki betri, þannig að þeir höfnuðu í öðru og Sindri í þriðja.

Í keppni B-liða sigraði Höttur, Einherji/Huginn hafnaði í öðru og Sindri og Fjarðabyggð I, urðu jöfn í þriðja sæti.

myndir koma seinna í dag.

Gísli Arnar
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18