23.05.2008 08:58

Dagur barnsins á Vopnafirði

Gönguferð, bocciakennsla, grillveisla, fimleikar og hestar

Á góðum degi í VopnafirðiÆskulýðs og íþrottafulltrúi fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps,Einherja,
Félags (h)eldri borgara og hestamannafélagsins Glófaxa vonar að foreldrar og börn njóti dagsins í faðmi fjölskyldu og vina. 
Dagskráin er mjög fjölbreytt og skemmtileg ætluð til að auka enn á ánægjuna á sunnudag, meðal annars er boðið upp á gönguferð, börnum er boðið á hestbak, fimleikasýning, kennsla í Boccia og svo grill í lokin.

Dagskrá:

  • Klukkan 10.00 - Gönguferð uppá Sjónvarpshæð lagt upp frá slökkvistöðinni. Umsjónarmaður er göngugarpurinn Einar Björn Kristbergsson, Vasagöngukappi.
  • Klukkan 11.00 - Félagar í Hestamannafélaginu Glófaxa bjóða börnum á hestbak í reiðgerðinu í hesthúsahverfinu í norður Skálanesi.
  • Klukkan 12.30 - Yngstu börnin í fimleikunum hjá Einherja sýna foreldrum sínum framfarir vetrarins.
  • Klukkan 13.00 - Fimleikasýning í íþróttahúsinu ? þau börn sem hafa verið í fimleikum hjá Einherja í vetur undir stjórn Bjarneyjar Guðrúnar Jónsdóttur o. fl. sýna afrakstur þrotlausra æfinga vetrarins.
  • Klukkan 14.00 -  Að aflokinni fimleikasýningunni mun hin síunga Ásta Ólafsdóttir og félagar úr félagi (h)eldri borgara bjóða börnum á öllum aldri uppá kynningu/kennslu í Boccia.

Æskulýðs og íþróttanefnd hreppsins mun svo sjá um að bjóða börnum á öllum aldri uppá grillaðar pylsur og gos/Svala við grunnskólann eftir Boccia kynninguna.
Meðan að grillið stendur fá öll börn sem stundað hafa innanhúsfótboltaæfingar og Fimleika í vetur afhentan vorglaðning frá Ungmennafélaginu Einherja á sparkvellinum.

Æskulýðs og íþróttafulltrúi.

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 71
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 292626
Samtals gestir: 70543
Tölur uppfærðar: 16.7.2018 04:28:55