05.06.2008 08:11

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

 

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 7. júní á 90 stöðum hér á landi og 20 stöðum erlendis.

 

Í ár er yfirskrift hlaupsins ?Heilbrigt hugarfar, hraustar konur? að tilefni samstarfs ÍSÍ við Lýðheilsustöð.

 

Léttur leikur er í gangi á sjova.is. Það eina sem þarf að gera er að senda inn myndskeið á sjova.is og þú getur unnið dekurdag í nýja Blue Lagoon Spa-inu, fyrir allt að 8 manns. Mjög einfalt er að senda inn myndir og starfsfólk Sjóvá veitir alla mögulega aðstoð ef fólk skyldi lenda í vandræðum með að koma myndskeiðum inn á vefinn.

 

Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á hlaupastöðum,en hér á Vopnafirði hefst skráning klukkan 09.30 og hlaupið sjálft hefst 10.00.
Lagt er upp á planinu innan við skrifstofu Einherja. (Kaupvangsplaninu)

Gísli Arnar.

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 308951
Samtals gestir: 74846
Tölur uppfærðar: 17.9.2019 04:38:15