13.06.2008 08:49

Einherji 3 - Sindri 0

Sindrastúlkur heimsóttu okkur í gær fimmtudag og fór leikurinn fram kl.14.00.
Frá upphafi var ljóst að þetta yrði hörkuleikur en Einherjastelpurnar voru mun duglegri að skapa sér færi, Karen var óheppin að skora ekki í nokkrum hraðaupphlaupum en í fyrri hálfleik skoraði Thelma af vinstrikantinum reyndar af eigin vallarhelmingi snyrtilega yfir markvörð Sindrastúlkna 1-0. Debóra skoraði svo annað mark okkar með hörkuskoti sem markmaður Sindra átti ekki sjens í og staðan 2 - 0 í hálfleik.
 í seinnihálfleik vorum við heppin að fá ekki á okkur mark en Karítas Fríða varði vel en hún leysir Örnu af á meðan Arna skoðar danaveldi . Thelma gerði svo út um leikinn með öðru marki og lokatölur 3 - 0.


Lið Einherja : Karítas Fríða,Þorbjörg,Anja,Thelma,Karen, Hrefna Brynja,Debóra,Edda Björk,Bryndís, og  Bergdís Fanney.

Bergdís Fanney  ( fædd 2000 )  flytur á Akranes innan skamms og mun eflaust eiga framtíðina fyrir sér hjá íA og óskum við henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar þar.

Til hamingju með sigurinn stelpur.
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 320800
Samtals gestir: 75752
Tölur uppfærðar: 23.10.2019 10:30:52