26.06.2008 14:15

Leikirnir við Fjarðabyggð/Leikni2

Þriðjudaginn 24.Júní fóru fram á Vopnafjarðarvelli 2 leikir
 
Einherji/Huginn - Fjarðabyggð/Leiknir 2    5.fl.kk

Leikurinn var hörku  fjörugur með færum á bæði lið.  í hálfleik var 1 - 2  en austan strákar komust í 2 - 0 , við minnkuðum muninn 2-1 eftir klafs í teignum en fleiri urðu mörkin ekki og erum við ákveðnir í að gera betur í seinni umferðinni.

lið E/H var svona. Arnar,Rökkvi,Sindri,Elvar,Logi,Siggi,Sverrir,Óliver,Viktor og Nathapon sem spilaði sinn fyrsta leik á íslandsmóti, til hamingju með það Nathapon.

Einherji - Fjarðabyggð/eiknir 2            5.fl.kvk

Einherjastelpurnar réðu þessum leik frá A til Ö og gerðu betur en í síðasta leik með því  að spila boltanum ágætlega á milli þótt enn vanti mikið uppá að þær sýni sitt besta og það kann að hljóma undarlega ,en þótt leikurinn ynnist 6 - 0 þá er ljóst að þær geta gert miklu betur enda sagðist engin þeirra þreytt né sveitt eftir leik og þær hafa oft tekið fastar á strákunum, á venjulegri æfingu en þær gerðu í þessum leik gegn F/L. samt sem áður vel gert stelpur og þegar við spilum meira fyrir liðið mun þetta ganga okkur í hag.

lið Einherja : Arna,Debóra,Anja,Thelma,Steindóra,Þorbjörg,Karen,Edda,og Bryndís.

Gísli Arnar.


Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 308923
Samtals gestir: 74844
Tölur uppfærðar: 17.9.2019 04:09:55