01.07.2008 08:50

Fótboltahelgi í Fellabæ

Síðustu helgi fóru fram 2 mót í yngriflokka knattspyrnu á Fellavelli það er Artísmótið  í 6. flokki og Húsasmiðjumótið í 7. flokki. Við Einherjamenn mættum með lið á bæði mótin og var mikil gleði ríkjandi þrátt fyrir hálf leiðinlegt veður og í raun slæma færð til og frá Vopnafirði.
 
6.flokkur stóð sig vel var settur í riðil 2 og fékk þar svipaða mótherja að getu og höfðu mikið fyrir hlutunum og uppskáru eftir því, 2 sigrar og 1 jafntefli og geta verið sátt við sinn árangur.

7.flokkur sem spilaði á sunnudaginn stóð sig vel, en þar er óhætt að segja að veðrið hafi ráðið úrslitum ,því að að ég held unnust allir leikir þeirra liða sem spiuðu undan vindi og spiluðum við 3 sinnum uppí vindinn og töpuðum 3 sinnum og unnum einn leik sem við spiluðum undan vindi.Þannig að Kári sigraði alltaf.
En krakkarnir stóðu sig vel og auðvitað er erfitt að vera bara akkúrat með í lið og engann til vara og en við fengum einn lánaðann hjá andstæðingunum þegar einn okkar leikmanna varð að yfirgefa völlinn í stöðunni 0 - 4 gegn Völsungi vegna meiðsla.

þegar þetta er skrifað er ekki enn ljóst hverjir ná í lið á Nikulásarmótið  og lítil viðbrögð hafa verið við miðum sem sendir hafa verið heim með börnunum í 5. 6. og 7. flokki og spurning hvort þeir foreldrar sem ekki hafa haft samband  geti splæst einu símtali????

Gísli Arnar
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18