02.07.2008 08:53

Góður heimasigur

                Í gær 1.7.2008 fór fram á Fellavelli Egilsstöðum heimaleikur Einherja/Hugins gegn Sindra í 5.flokki karla. Ástæðan fyrir að leikið var á Fellavelli var sú að svo mikil rigning var á  Seyðisfirði að ekki reyndist unnt að merkja völlinn með góðu móti og því gripið til þessa ráðs ,að sjálfsögðu að fengnu samþykki Sindramanna sem voru á leið til Akureyrar á N1 mót.

 Ekki var mögulegt að leika leikinn á Vopnafirði vegna þess að of margir krakkar voru í sumarbúðum og fengust ekki laus alla leið hingað á Vopnafj.

Leiknum liktaði með sigri heimamanna Einherja/Hugins 5 - 2 ( 3 - 1 í hálfleik). Semsagt Ein/huginn - Sindri 5 - 2 og eiga krakkarnir hrós skilið fyrir frábæran leik.

 Lið E/H var skipað Helga,Rökkva og Sindra sem komu frá Seyðisfirði

Arnari,Önju, og Loga sem komu úr sumarbúðum á Eiðum

Sigga,Thelmu og Sverri sem komu frá Vopnafirði.

Sindramenn skoruðu fyrsta markið en við jöfnuðum snarlega og mikill kraftur og dugnaður færði okkur stöðuna 3 - 1 í hálfleik. fljótlaga í seinni hálfleik settu Sindramenn annað og minnkuðu muninn í 3 - 2 og fór um okkur en þá kom Thelma  og setti 1 með vinstri 4 - 2. Enn áttum við eftir að setja 1 það og stærsti sigur Einherja/Hugins í höfn.

 Mörk Einherja/Hugins  Arnar 1, Siggi 3 og Thelma

Núna á Föstudaginn kl 14.00 mun kvennalið Einherja leika á Fellavelli við stelpurnar hans Mola ( Hött )  en þetta eru liðin númer 1 og 2 í F riðlinum svo það verður spennandi leikur

 

Gísli Arnar.

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18