09.07.2008 08:47

Nikulásarmót

 

 Þá er orðið ljóst að við stefnum á Nikulásarmót um helgina með 5.6. og 7. flokk og fá allir sem skráð hafa sig til keppni sendar upplýsingar heim á blaði í dag
( Miðvikudag).

Þegar komið er á Ólafsfjörð er rétt að foreldrar hafi samband við Gísla eða Árný í símum 8452285 eða 8452269 sem verða búin að fá upplýsingar um  hvar við eigum að gista.

·        Allir þátttakendur verða að muna eftir að taka með sér: Takkaskó.legghlífar,tannbursta,hlýjan fatnað , sæng/svefnpoka,dýnu til að liggja á, Einherja galla,Einherja buffin,Góða skapið,

·        Vegna fyrirspurna þá skal tekið fram að börnin eiga að sjálfsögðu að vera í umsjá foreldra eða forráðamanna þegar þau eru ekki að spila og á milli leikja.

·        Varðandi gistinguna þá er  gengið út frá því að börnin sem vilja sofi inni, geri það og eru þá í umsjá þjálfara,fararstjóra og fari eftir þeim reglum sem þar gilda.

·        Þjálfarar og fararstjórar sjá um að koma börnunum í morgunmat,hádegis og kvöldmat.

·        Gisting fyrir foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi er frí á tjaldstæðum bæjarins.

·        Þátttökugjald kr 7000 er greitt með fjáröflunum ( dósasöfnun,ofl )

·        Þjálfararnir Gísli og Alexandra skiptast á með þessa 5.6. og 7.flokk.

·        Fararstjórar eru Gísli og Árný sem áætla að vera komin tímanlega á Ólafsfjörð til að sjá um greiðslu þátttökugjalds,og uppl. um gistingu ofl.

·        Minnum foreldra á að hægt er að kaupa sig inn í matinn á mótsstað á góðu verði.

·        Síðan er bara að mæta hress og kát , hvetja börnin jákvætt og öskra áfram Einherji og muna að hálfur sigur er að taka þátt.

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18