10.07.2008 14:12

Veðurspá frá Nikulási sjálfum fyrir helgina.

Jæja Nikulásargestir...fengum veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni sem hljóðar svo:

Fimmtudagur 10. júlí:

NA gola og lágskýjað eða þoka.  Úrkomulaust.  Hiti +9°C

Föstudagur 11. júlí:

Lágskýjað framan af degi, en NV andvari og birtir mikið upp þegar líður á daginn.  Þó stutt í þokuna úti fyrir. Hiti +11°C

Laugardagur 12. júlí:

Suðvestan eða sunnan andvari og léttir mikið til.  Kannski þó skýjað af  háskýjum en úrkomulaust.  Hiti +15°C.  Mögulega hafgola um og eftir miðjan daginn og þá eðlilega svalara.

Sunnudagur 13. júlí:

Ákveðin S-átt, 5-7 m/s og rigning um tíma um leið og skil fara yfir um morguninn, en annars þurrt, skýjað með köflum og hiti um 14°C.

Við fáum þó nýjustu spá á morgun sem við munum skella hér inn á síðuna.

 Sjáumst í firðinum fagra.

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18