14.07.2008 18:03

Nikulásarmótið 2008

 
Nú um helgina 11. - 13. Júlí tóku krakkarnir í Einherja þátt í Nikulásarmótinu á Ólafsfirði ásamt um 700 öðrum börnum víðs vegar af á landinu.  Óhætt er að segja að allir krakkarnir  voru til sóma bæði innan og utan vallar og árangurinn var eftirfarandi talinn í sætum:

7. flokkur lenti í 7.sæti af  11 liðum í C riðli

                                6.flokkur lenti í 7.sæti af 21 liði í C riðli

                                5.flokkur lenti í 3.sæti í B riðli af 5 liðum

 

Auk heldur fékk 5. Flokkur veitta eina af þremur viðurkenningu mótsins fyrir heiðarlega framkomu frá KSÍ . Er það ekki besta viðurkenningin sem fæst á slíkum mótum?

 

Einherji þakkar foreldrum og börnunum öllum fyrir skemmtilega og góða samvinnu á Nikulásarmótinu 2008. Þökkum einnig Seyðfirðingunum sérstaklega fyrir samvinnuna og samveruna um helgina og reyndar í allt sumar.


Gísli Arnar. 

 

 

 

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18