11.08.2008 08:36

Ótitlað

Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn


Arnar Bogi í Liverpool búningnum  og Siggi neðst til hægri, í góðum hópi 5. fl. stráka Fjölnis.

Þá er undirritaður kominn úr fríi ,sem að mestu gekk út á ferð með fjölskylduna á Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn, sem reyndist hin mesta skemmtun og vil ég hvetja foreldra unglinga að skoða að fullri alvöru hvort ekki sé rétt að fara að setja Unglingalandsmót  U.M.F.Í sem fastan punkt um verslunnarmannahelgina því þetta er frábær skemmtun, þar sem gamli ungmannafélagsandinn svífur yfir vötnum.
Ef ég á að líkja þessu við eitthvað þá er helst að nefna Sumarhátíðir ÚÍA á Eiðum hér í gamla daga ,en bara miklu fjölmennara og skemmtilegra.
Í ár fylgdu okkur þau Ómar og Margrét Urður foreldrar Arnars Boga frá Seyðisfirði,sem hefur verið með okkur í 5.fl. Einherja/Hugins ,en þeir Arnar og Siggi Vopni skráðu sig undir merkjum UÍA og voru einir í þeim aldursflokki og því munstraðir fyrst í Landsbankaliðið sem var full fjölmennt og því léku þeir með Fjölni Grafarvogi.
Fjölnis drengirnir stóðu sig með prýði og voru afar sáttir við þá félaga að austan og vil ég nota tækifærið og þakka þeim, þjálfara þeirra og foreldrum góðar móttökur og skemmtilega samveru.

Mótshaldarar eiga STÓRT hrós skilið fyrir framkvæmd mótsins í heild og vil ég hvetja Vopnfirðinga til að mæta á Grundarfjörð að ári.

myndin er tekin ófrjálsri hendi af heimasíðu Ómars Boga en þar er einnig færsla um ferðina 123.is/bson og eitt enn Fjölnisdrengir lentu í 3ja sæti á eftir Breiðabliki og Snæfellsnesi. Bara flott.

Gísli Arnar.

Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310872
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 10:16:42