27.10.2008 11:03

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ.

 
Framlag KSÍ til eflingar knattspyrnu barna og unglinga að upphæð um 30 milljónum

króna rennur til félaga í 2. deild karla, 3. deild karla og aðildarfélaga KSÍ utan deilda

2008. Hvert félag í 2. deild karla fær kr. 1.000.000 önnur félög í deildarkeppni kr. 750.000

og félög utan deildarkeppni kr. 200.000.

Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum.

Samkvæmt lista þeim er birtur er á heimasíðu KSÍ er Ungmennafélaginu Einherja úthlutað 750.000 kr til eflingar barna og unglingastarfs og er öruggt að þessir peningar koma sér vel núna þegar mun erfiðara er að leita til styrktaraðila vegna ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Gísli Arnar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18