04.12.2008 10:05

"Íslensk knattspyrna" er komin út.
Bókin Íslensk knattspyrna 2008 eftir Víði Sigurðsson er komin út en bækurnar hafa verið gefnar út samfleytt frá árinu 1981 og þetta er því 28. bókin í röðinni. Hún er stærri en nokkru sinni fyrr, 240 bls., þar af 80 síður í lit, og með rúmlega 360 myndum.
Í bókinni er að finna allt um Íslandsmótið í öllum deildum og yngri flokkum árið 2008 og mjög ítarlega er fjallað um efstu deildir karla og kvenna. Í henni eru miklar upplýsingar um lið og leikmenn, fjallað er um öll helstu mót innanlands, landsleiki í öllum aldursflokkum, Evrópuleiki íslensku liðanna, atvinnumennina erlendis, dómarana, o.s.frv.
Í bókinni í ár eru ítarleg viðtöl við leikmenn sem sköruðu framúr, þau Dóru Maríu Lárusdóttur, Davíð Þór Viðarsson, Hólmfríði Magnúsdóttur og Guðmund Steinarsson.
Litmyndir af öllum meistaraliðum í öllum flokkum á Íslandsmótinu 2008 eru í bókinni, ásamt bikarmeisturum og landsliðum. Bókin er gefin út í samstarfi við KSÍ og í henni er að finna úrslit allra leikja í KSÍ-mótum 2008.
Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310872
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 10:16:42