29.01.2009 13:36

Ótitlað

Tilkynning frá stjórn Ungmennafélagsins Einherja Vopnafirði.

 

Félagið hefur undanfarin ár reynt að halda æfingagjöldum knattspyrnuiðkenda í yngri flokkum félagsins í algjöru lágmarki. Stjórn Ungmennafélagsins ákvað því á fundi sínum 26. janúar að verja "grasrótarpeningum" þeim er  félagið fékk greidda frá KSÍ á síðasta ári  til að greiða niður æfingagjöld í knattspyrnu hjá Einherja.  Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu og hugsað til að auðvelda foreldrum kostnaðinn við að senda börn sín á knattspyrnuæfingar á vegum félagsins.

Það er trú stjórnar félagsins að með þessu sé einnig verið að efla möguleika barna og unglinga til  þátttöku í íþróttastarfi félagsins.

Æfingagjöld síðastliðins hausts,  sept - des  munu verða innheimt fyrri hlutan í febrúarmánuði og verður gefinn 50% afsláttur af þeirri tölu sem annars hefði verið innheimt og er ætlunin að gera slíkt hið sama áfram eða uns styrkurinn frá Knattspyrnusambandinu klárast.

Til gamans má geta þess að grasrótarstyrkurinn var að upphæð 750.000 krónur og er tilkominn vegna þátttöku okkar í íslandsmóti sumarið 2008. Þessi upphæði er háð því að félagið haldi úti liðum í yngri flokkum og af báðum kynjum.

 

                                                                              Stjórn Einherja.

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310795
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 09:44:42