05.05.2009 14:20

Æfingaleikjum um helgina lokið.

Þá er æfingaferð meistaraflokk karla um síðast liðna helgi lokið. Leikið var í Boganum á Akureyri. Spilaðir voru tveir leikir og var sá fyrri við Magna frá Grenivík og fór sá leikur frekar illa eða 7 - 1 fyrir Magna. Seinni leikurinn var við 2. fl. Þórs á Akureyri og endaði sá leikur 6 - 2 fyrir Þór.

Að sögn Davíðs þjálfara var þetta ekki eins slæmt eins og tölur segja til um. Var margt gott í báðum leikjum en eins og má reikna með þá segja úrslit ekki allt þegar um æfingaleiki er að ræða.

Fyrsti leikur Einherja í 3. deild er síðan 21.maí á Vopnafjarðarvelli.

Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 178
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 293025
Samtals gestir: 70589
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 04:26:32