15.05.2009 23:58

Félagsskipti mfl.karla 2009

Þá er búið að loka félagskiptaglugga KSÍ í þetta skiptið. Við hjá Einherja höfum verið að ganga frá félagsskiptum á nýjum og gömlum leikmönnum. Þeir gömlu eru þeir sem höfðu skipt á sýnum tíma yfir í Hött Egilsstöðum aðalega og eru það þá 2 flokks strákar sem eru að koma yfir í Einherja aftur. Einnig er Gísli Freyr Ragnarsson kominn heim aftur en hann fór úr Einherja í Hött og síðan í Njarðvík. 

Við höfum við bætt við okkur nokkrum nýjum leikmönnum og er þar helst að nefna:

Davíð Ólafsson þjálfara en hann kemur frá FH.

Bjarni Þorsteinsson frá Þrótti R en hann hefur farið víða á sýnum ferli meðal annars KR, Noregur,     Þýskaland og England svo eitthvað sé nefnt og á einnig um 10 A landsliðsleiki að baki.

Sigurður Donys Sigurðsson sem kemur aftur frá Fjarðabyggð og áður Reyni Sandgerði og er það mikill fengur fyrir okkur að fá hann aftur á Vopnafjörð en hjá okkur byrjaði hann ferill sinn.

Tomislav Bengun sem kemur frá Bosnía-Herzegóvína og er markmaður.

Einnig hafa 3 aðrir leikmenn skipt yfir í Einherja, einn frá Snerti, markmaður frá Dalvík  Þórshöfn og einn frá Kára en það er félag frá Akranesi.

Með þessu erum við komin með stóran og góðan hóp í sumar og ætti okkur ekkert að skorta í að geta ógnað mótherjum okkar í 3 deildinni í sumar.

Sjá félagskipti á vef KSÍ:

  Nafn Úr Í
1 Arnar Geir Magnússon Kári Einherji
2 Bjarki Björnsson Höttur Einherji
3 Bjarni Óskar Þorsteinsson Þróttur R. Einherji
4 Daníel Smári Magnússon Höttur Einherji
5 Davíð Örvar Ólafsson FH Einherji
6 Elías Mikael Vagn Siggeirsson Dalvík Einherji
7 Gunnlaugur Bjarnar Baldursson Höttur Einherji
8 Sigurður Donys Sigurðsson Austri Einherji
9 Tomislav Bengun Bosnía-Herzegóvína Einherji
10 Þorsteinn Ægir Egilsson Snörtur Einherji

Fjöldi félagaskipta: 10Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310795
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 09:44:42