21.05.2009 20:38

Völsungur - Einherji 7 - 1

Í dag var fyrsti leikur Einherja í Íslandsmóti KSÍ 3 deild . Þessi leikur var við Völsung á Húsavík en átti að vera á Vopnafjarðarvelli. Þar sem völlurinn hér var ekki klár til spilamennsku þá var ákveðið að fá honum víxlað og byrja á útivelli. Í staðinn eigum við þá 2 leiki við Völsung hér heim síðar í sumar.

Það er skemmst frá því að segja að þessi leikur var ekki góður að hálfu Einherja. Fyrstu 20 mín voru þokkalegar og fengum við 2 þokkaleg færi. Eftir þann tíma áttum við ósköp lítið í leiknum og var staðan 3 - 0 í hálfleik. Ekki gekk betur í seinni hálfleiknum en hann endaði 4 - 1. Fengum við eitt víti þar sem brotið var á Sigurði Donys og tók hann vítið sjálfur og skoraði að sjálfsögðu úr því. Leikurinn endaði því 7 - 1 fyrir Völsung.

Það er óhætt að segja að þetta unga lið okkar var ekki alveg tilbúið í þennan fyrsta leik en menn eru staðráðnir í því að gera betur eða ekki bara betur heldur miklu betur.

Næsti leikur er á sunnudaginn 24/5 kl. 16:00 í Visa bikarnum og á hann að fara fram á Vopnafjarðarvelli á móti Boltafélagi Norðfjarðar. Við skulu bara vona að völlurinn verði klár fyrir þann leik.ÁFRAM EINHERJI
Flettingar í dag: 300
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310913
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 10:46:57