12.06.2009 23:38

Svekjandi jafntefli í fjörugum leik

Meistaraflokkur Einherja tók í enn eitt skiptið þátt í bráðfjörgum leik með slatta af mörkum. Það slæma er bara að þessi vannst ekki og dómarinn var í aðalhlutverki.

Leikurinn fór 3-3, en mörkin skoruðu Símon(með skalla!) og Donni setti tvö. Strákarnir voru komnir í 2-0 þegar Davíð var rekinn á velli sem var fáránlegur dómur, frá mínum bæjardyrum séð, og eiginlega eyðilagði leikinn. Annars átti dómarinn athyglisverða takta eins og að leyfa útileikmanni Leiknis að slá boltann á marklínu og svo vildu margir meina að einn leikmaður þeirra hafi fengið 2 gul spjöld, en það rauða lét standa á sér. Ekki skal ég fullyrða hvað sé rétt, en því miður er þetta stundum partur af leiknum.

En burtséð frá dómaranum voru strákarnir að spila fínasta bolta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Vörnin var virtist svolítið taugaóstyrk í byrjun leiksins en var svo furðu góð eftir að hafa misst Davíð og þrátt fyrir að fá á sig 3 mörk. Leiknismenn fengu í raun fá færi í seinni hálfleik. Það var líka mjög gaman að sjá að strákarnir náðu undir lok leiksins að hugsa minna um dómarann og pirra sig minna á hlutunum - greinilega karakter í þessu liði. Undirritaður vonar að þessi dómgæsla sé ekki það sem koma skal og trúir því að menn láti það ekki skemma fyrir sér ef hún er slæm.

Næst er það Keflavík í bikarnum á fimmtudaginn næstkomandi. Vona að Vopnfirðingar og stuðningsmenn Einherja á SV-horninu sjái sér fært að mæta. Merkilegur leikur! Svo er leikmaður með nokkra A - landsleiki líklega að fara að spila sinn fyrsta leik í appelsínugulu treyjunni - Bjarni Óskar Þorsteinsson. Ekki veit ég til þess að það hafi gerst áður. Nema kannski Birkir Kristins, en hann spilaði þá landsleiki eftir að það var búið að kenna honum hvernig á að gera þetta... á Vopnafirði.

Nánari umfjöllun síðar.....kannski...

-KG


Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310795
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 09:44:42