19.06.2009 13:47

Frábær barátta í 2-0 tapi

Það er erfitt að skrifa um leik sem maður sá ekki en ég ætla þó að segja frá því sem ég hef lesið og heyrt frá þeim sem voru á staðnum. Svo vinsamlegast takið þessari umfjöllun með smá fyrirvara.

En Einherji og Keflavík mættust á Suðurnesjunum í gær í hörkuleik. Fjölmargir mættu til að styðja Einherja(einhver giskaði á ca. 80) sem er frábært með tiliti til að um er að ræða 3. deildarlið sem eins langt frá Keflavík og hugsast getur!

Leikurinn fór ekki vel af stað því að eftir tæpa mínútu skoraði Stefán Örn Arnarsson eftir fyrirgjöf og hefur sjálfsagt margir kviðið fyrir því að 89.mínútur væru eftir. En Einherjamenn létu það ekki brjóta sig niður og náðu með mikilli baráttu að standa uppi í hárinu Keflvíkingum, þrátt fyrir að hafa þurft að verjast lengst af. Þeir fengu sín tækifæri fyrir framan markið og t.d. slapp Matti einn í gegn og svo átti Gulli skot sem lág næstum inni. Í seinni hálfleik fóru Einherjamenn að færa sig aðeins framar, en þá skemmdi Stefán Örn vonina um að jafna, með því að skora sitt annað mark á 70. mínútu.

Á fotbolti.net stendur að Tomislav hafi verið besti maður Einherja, auk þess er minnst á að Donni hafi sýnt flotta takta. Svo voru Bjarni og Helgi traustir saman í vörninni. En annars var það fyrst og fremst barátta liðsins sem skipti lang, lang mestu um það að strákarnir létu það ekki líta augljóslega út að Keflavík er nokkrum klössum ofar. Það er  gaman að vita til þess að menn hafi mætt í þennan leik af fullum krafti og með enga minnimáttarkennd.

Þá er bara að skella þessu bikarævintýri í reynslubankann og einbeita sér að leiknum við Huginn á þriðjudaginn kl 20, á Vopnafjarðarvelli.

Áfram Einherji

Fyrir áhugasama eru flottar myndir úr leiknum hér: http://vf.is/ljosmyndavefur/Keflavik_Einherji/default.aspx
Takið sérstaklega eftir myndum af ansi harði tæklingu hjá Helga og svakalegum pósum sem menn sýna í hita leiksins. Zoolander hvað?

-KG
Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310872
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 10:16:42