27.06.2009 17:06

Að missa af sigri á 94. mínútu er ömurlegt

Á Laugardag mættust toppliðin í D riðli 3. deildar, Einherji og Völsungur, í miklum baráttuleik á Vopnafjarðarvelli.


Það eru loksins komnar nýjar treyjur frá Henson með auglýsingum frá Bílum og Vélum, og Mælifelli

Byrjunarlið:
                Tomislav
Arnar   Bjarni   Davíð   Daníel
                  Helgi
            Gísli    Símon
Donni                            Daði
                   Elmar
Bekkurinn: Bjarki(inn fyrir Helga á 45.), Matti(inn fyrir Elmar á 39.), Ragnar, Ívar og Adam

Leikurinn fór vel af stað fyrir Einherja. Strákarnir sóttu meira en Húsvíkingarnir og það skilaði sér með marki á 12. mínútu. Það var Bjarni sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu, glæsilegt mark. Eftir þetta komst þó Völsungur meira inn í leikinn og það var í raun það sem koma skyldi. En aftur á móti náðu þeir ekki að skapa sér neitt almennilegt, enda virkaði vörn okkar manna öruggari en oft áður. Einherjamenn lágu þó ekki bara í vörn og áttu nokkrar rispur fram á við. T.d. átti Donni skot úr aukaspyrnu sem var varið glæsilega. 1-0 í hálfleik.

Dauðafæri


En svo kom mark í hornspyrnunni á eftir

Í byrjun seinni hálfleik náðu okkar menn að komast aðeins inn í leikinn en fljótlega voru Völsungar aftur komnir með yfirhöndina og voru meira með boltann. En eins og í fyrri hálfleik sköpuðu þeir sér lítið. Það fór í taugarnar á þeim og til marks um það nældu 5 leikmenn Völsungs sér í gul spjöld. Sóknarlotur Einherja voru fáar  en þó skapaðist hætta í nokkur skipti. T.d. þegar önnur aukaspyrna frá Donna var varin í slá og svo náði Daði næstum sendingu inn á teig sem hefði 95% endað með marki. Undir lok venjulegs leiktíma héldu margir að Völsungur myndi jafna þegar sóknarmaður þeirra slapp í gegn. En hann vippaði boltanum í stöngina og allt benti til þess að sigur væri í höfn. En dómarinn bætti við heilum 5 mínútum og ca. þegar 94 mínútur voru búnar af leiknum misstu okkar menn boltann á miðjunni. Völsungur geystist í sókn þar sem enginn náði að koma boltanum í burtu og það endaði með góðu skoti í bláhornið - óverjandi fyrir Tomislav.

Markmaður Völsungs ver aukaspyrnu Donna
Það er rosalega svekkjandi að hafa misst þetta svona í lokin og í raun eins og að hafa tapað leiknum. En hefði Völsungur verið yfir allan leikinn og Einherji jafnað, væri þessum leik fagnað sem sigri. Svo myndi einhver segja að þetta væru sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins, svo eftir allt er 1-1 ekki sem verst. Þó svo að sigur, sérstaklega á heimavelli, sé alltaf það sem stefnt er að. Einherjaliðið hefur vaxið svakalega frá byrjun mótsins því Völsungur vann okkur 7-1 í fyrsta leik tímabilsins. Þar að auki er Einherji fyrsta liðið til að taka stig af Völsungi, sem spáð er sigri í 3. deildinni. Menn verða að hafa það jákvæða hugfast og stíga svo skrefinu lengra í framför og vinna þá í seinni heimaleiknum þann 30. júlí.

Næst á dagskrá er heimaleikur gegn Draupni á fimmtudaginn kl 8. Draupnir er sem stendur í neðsta liðið í riðlinum en hefur samt sótt stig á Seyðisfjörð ogunnið Leikni. Í fyrsta leiknum gegn Draupni vann Einherji 3-1 með mörkum í blálokin. Sem sagt, alls, alls ekki gefins og það er það sama sem gildir og venjulega, strákarnir þurfa allan mögulegan stuðning!

Áfram Einherji!

-KG

Það eru fleiri myndir í myndalbúmi merkt Einherji-Völsungur

Leikskýrslan er komin á ksi.is: http://ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=209352
Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310795
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 09:44:42