30.06.2009 22:17

Einherji - Draupnir

Á Fimmtudagskvöldið nk. kl 8 mætir Draupnir frá Akureyri í heimsókn á Frímerkið. Draupnir er nýtt lið sem samstendur af strákum sem hafa spilað upp yngri flokkana hjá KA og Þór. Svo eru líka einhverjir úr öðrum liðum í Eyjafirði. Síðast en ekki síst eru 2 fyrrverandi leikmenn Einherja að spila með Draupni, þeir Garðar Marvin Hafsteinsson og Birgir Þór Þrastarson. Draupnismönnum hefur gengið upp og ofan í byrjun tímabilsins og sitja á botninum. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir þó sýnt einhverjar framfarir og unnu Leikni 2-0 í síðasta leik. Síðan stóðu þeir uppi í Dalvíkingum og sóttu stig á Seyðisfjörð. Á draupnir.blog.is má sjá að einn leikmaður þeirra er búinn að bíða eftir því í 30 ár að koma hingað, svo þeir eru alveg örugglega ekki að fara að mæta hingað með hálfum hug.

Hjá Einherja eru menn í ágætis standi, nema að það er ólíklegt að Gulli verði tilbúinn . Svo er Elmar í fríi. Einherji er ennþá í 2. sætinu en Dalvík/ Reynir er hinsvegar einungis 2 stigum á eftir. Það má því ekki mikið út af bregða og vonandi fer enginn að eyðileggja heimvallarárangurinn, sem er 11 leikir án taps. Ekki má gleyma að Völsungar eru alls ekki ósnertanlegir á toppnum, 5 stigum á undan Einherja.

Það má reikna með Einherjamönnum dýrvitleysum í þennan leik, þar sem sigur er það eina sem kemur til greina. Vonandi mæta áhorfendur líka dýrvitlausir. Hvetjum og hugsum um það eina á vellinum sem skiptir máli - Einherja!

-Áfram Einherji

KG
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18