02.07.2009 23:21

Skrautleg mörk í stórsigri

Á fimmtudagskvöldið sl. mættust Einherji og Draupnir í rjómablíðu á Vopnafjarðarvelli. Í stuttu máli átti Einherji leikinn og vann 5-0. Mörk: Davíð, Daníel, Marteinn, Donys og Ragnar

En annars fór leikurinn ekki með flugeldasýningu og tempóið eins lágt og hugsast getur, fyrsta hálftíman. En það skánaði aðeins þegar Davíð gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr hornspyrnu! Það leið ekki langur tími þangað til að Daníel "lét vaða af 70 metra færi", eins og segir á fotbolti.net og skoraði. Reyndar leit þetta pínulítið út fyrir að vera sending og markvörðurinn kiksaði... en það er allt aukaatriði, glæsilegt mark.

Í seinni hálfleik stjórnaði Einherji leiknum áfram, og uppskar 3 mörk. Reyndar áttu Draunpismenn 2-3 hættulegar sóknir og voru mjög nálægt því að skora. Á 51. mínútu slapp Matti einn í gegn og afgreiddi færið sitt vel. Næst skoraði Donni, stöngin inn. Síðast en alls ekki síst kom aldurforsetinn, Ragnar Antonsson, inn á og setti boltann laglega yfir markvörðinn.

Flottur sigur hjá strákunum sem eru enn í 2. sæti riðilsins og einungis 3 stigum á eftir Völsungi sem er á toppnum! Mörkin hefðu samt getað orðið mikið, mikið fleiri ef menn hefðu passað sig á rangstöðum! Þær voru svo margar að það gæti verið met. En það skiptir engu þegar leikurinn vannst, menn passa þetta án efa betur í næsta leik. Þessi leikur verður gott veganesti fyrir leikinn gegn Dalvík/Reyni þar sem að sjálfsögðu er stefnt að því að hirða öll 3 stigin! Sá leikur er á fimmtudaginn nk. kl 8 á Dalvíkurvelli. Það væri frábært ef sem flestir Einherjamenn í nágrenninu myndu mæta og veita strákunum stuðning.

Myndir frá leiknum koma síðar

Leikskýrsluna má sjá hér: http://ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=209354
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18