07.07.2009 19:59

Dalvík/Reynir - Einherji

Stigin þrjú verða ekki gefins á Dalvíkurvelli á fimmtudagskvöldið nk. þegar Dalvík/Reynir tekur á móti Einherja klukkan 20. Síðasti var leikur var allavega þannig, þegar Einherji vann 3-2 eftir að hafa lent undir 1-2. Stemmingin á þeim leik var frábær og er ekki við öðru að búast á Dalvík.

D/R fór ekki vel af stað í vor en hefur náð sér betur á strik núna og unnið 3 leiki í röð. Liðið þeirra er hörkugott og hafa þeir a.m.k. þrjá leikmenn sem hafa spilað í efstu deild. Það verður líka að minnast á stuðningssveitina, Brúinn, sem Vopnfirðingar ættu að muna eftir hérna fyrir mánuði síðan. Það lið er líka hörkugott.

Ofurmennin í Einherja eru ekki meidd svo ég viti, nema að það er óvíst með Gulla sem er að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein í leiknum heima gegn Huginn. Það verður að sjálfsögðu stefnt á sigur en strákunum mun ekki veita af stuðningi, til að láta það gerast. Eins og áður segir er D/R með gott stuðningsmannafélag og því ennþá meiri ástæða fyrir fólk að taka stemminguna af Frímerkinu með til Dalvíkur.

Fyrir þá sem hafa á áhuga á að fara þá verða sætaferðir á leikinn og væri frábært ef það verður hægt að fylla eina rútu, helst tvær! Áhugasamir hafi samband við Einar Björn í síma: 898-7944

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrst byrjað er að tala um stuðningsmannafélög og rútferð á þennan leik, er gaman að birta nokkra stuðningssöngva sem voru samdir eða útfærðir fyrir Einherja. Það eru ungir hugmyndaríkir piltar sem eiga mesta heiðurinn af því.  Þetta er alls ekki eitthvað sem er endanlegt og má ekki breyta. Í raun er þetta bara uppkast. Því má fólk alls ekki hika við að koma með ábendingar eða nýja texta. Best er ef fólk skrifar komment eða sendi e-mail á conradgudjonsson@gmail.com

(Anderson-son son)
Gísli Freyr, Gísli Freyr, hann er harðari en leir
Gísli Freyr, Gísli Freyr,hann er okkar bjarta von
Út á völl, skot og mark sjáið strákinn hann er klass
og hann miðjuna á, hann er okkar Fabregas!

Arnar Geir útgáfa: og hann vörnina á

Davíð Ó Ó Ó, hann er sonur Óla Jó
Davíð Ó Ó Ó, hann er betri en Óli Jó

(Höfuð herðar hné og tær)
Davíð Örvar Ólafsson, Ólafsson
Davíð Örvar Ólafsson, Ólafsson
Taktu nú boltann og negld´onum inn.
Davíð Örvar Ólafsson, Ólafsson
Líka hægt að nota Bjarni Óskar Þorsteinsson

(Vertu til er vorið kallar á þig)
Vertu til er Davíð kallar á þig.
Vertu til að reima skó á fót.
Komd´inná því að Krúið vill nú sjá þig
skora mark og læsa vörninni x2  HEY!

(Torres lagið)
Kom sá og sigraði Donni, Donni
Eftir 19 ár í boltanum, Donni, Donni
Eftir 19 ára bið að leiða fram meistaralið
Fyrirliðinn, Donni númer eitt

(Volare)
Einherji, ooooh
Einherji, ooohhhhhhh
Við vinnum þennan leik
hinir eiga ekki breik

(London bridge is falling down)
Daði Peters skorar mörk, skorar mörk, skorar mörk
Daði Peters skorar mörk'
og vinnur leikinn

(Hands up)
Símon, Símon Svavars, syngjum jaja, jibbý jibbý, jaja, jibbý jibbý
Helgi, Helgi, Helgi
Ívar, Ívar, Ívar
o.fl....

(Daníel og Rut)
Ég vil líkjast Daníel og vinna þenna leik
Ég vil líkjast Daníel og vinna þenna leik
Hann berst til síðasta blóðdropa
og er fokkin góður í fótbolta
Ég vil líkjast Daníel og vinna þenna leik

Áfram Einherji, Vopnafjarðarstoltið!

(Aðkomulið) are shit, that´s a fact
(Aðkomulið) are shit, that´s a fact

Við erum orange og bláir, (klapp x4)
Já allir sem einn.
Því að við erum bestir, já allir sem einn!

Ó Einherji x2, það erum við x2
Okkur er öllum drullusama um önnur lið.
Hataðir x2, elskaðir x2!.
Við erum líka eina sanna Stórveldið.

(Volare)
Óóóóóóóó Donni óhó
Óóóóóóóó Donni óhóóó
Hann kom frá Sandgerði
Og hrellir markverði.

Þú ert langbestur
Smári Lárusson!
leikmanna mestur
Smári Lárusson
og ert Einherji!
Orange ooooog blár í gegn.

(You are my sunshine )
Þú ert minn Gulli!
Minn eini Gulli!
Þú ert langbestur, það vitum við
Þú ert sá striker, sem allir vilja
og þú bombar boltanum inn

Þú ert minn Bjarni
Minn eini Bjarni    
Þú ert langbestur, það vitum við    
Þú ert sá sweeper, sem allir vilja
og þú bombar boltanum burt!

Við syngjum Elmarr Þór.
Við syngjum Elmar Þór.
Einn af fjórum fimm,
hann er kóngurinn!
Við syngjum Elmar Þór!

Við hötum Leikni! (2xklapp) (Ó Einherji!)
Við hötum Huginl! (2xklapp) ) (Ó Einherji!)
Það er sanna Stórveldið! (2xklapp)
Standið upp, (2xklapp)
og klappið með, (2xklapp)
ef þið elskið stórveldið! (2xklapp)
olei, olei....

-KG
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18