14.07.2009 12:32

Einherji - Huginn, partur 3 af 4

Huginn tekur á móti Einherja á Seyðisfjarðarvelli miðvikudaginn 15. júlí(á morgun) klukkan 20:00. Þetta er þriðji leikur liðanna í sumar en hingað til hefur okkar mönnum gengið mjög vel og unnið tvisvar með þremur mörkum - 3-0 í bikarnum í 5-2 í deildinni.


Skorar Raggi?

Huginn hefur verið í miðjumoði í riðlinum og ekki náð sér almennilega á strik. Lið þeirra er samt sterkt og skv. vefsíðu þeirra (huginn.org) eru þrír Danir að bætast við í hópinn. Fyrir eru fjórir útlendingar og finnst undirrituðum það illskiljanlegt að vera með 7 útlendinga í 3. deildinni á Íslandi árið 2009. En það skiptir litlu. Það verða 22 leikmenn á vellinum sem allir vilja vinna, hvernig sem vegabrefíð þeirra lítur út

Síðasti leikur Einherja fór 1-1 á móti Dalvík/Reyni. Strákarnir náðu sér ekki almennilega á strik þar en vonandi gengur betur á Seyðisfirði svo liðið komist í 18 stig. Þess má geta að Smári er kominn á fullt skrið aftur eftir augnaðgerð, Elmar kominn heim úr fríi en hinsvegar er óvíst hvort Gulli verði tilbúinn

Það tekur ekki nema 1 og 1/2 tíma að keyra á Seyðisfjörð og vonandi sjá sem flestir sér fært að gera það. Seyðisfjarðarvöllur er sterkur heimavöllur svo okkar mönnum mun ekki veita af stuðningi!

Áfram Einherji!

-KG
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309182
Samtals gestir: 74912
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:58:22