19.07.2009 21:24

Loksins heimaleikur

Fyrsti heimaleikur Einherja í næstum 3 vikur verður á Þriðjudaginn nk. klukkan 20:00. Þá fáum við Leikni F. í heimsókn. Leiknir situr á botni riðilsins ásamt Draupni, einungis með 4 stig. Fyrirfram ætti því Einherji að vera sterkari aðilinn - en það er alls ekki á vísan að róa í þessum riðli! Fyrsti leikur liðanna í sumar fór 3-3 og Leiknismenn hafa látið t.d. Dalvík/Reyni og Völsung hafa fyrir hlutunum. En síðasti leikur Leiknis var einmitt gegn Völsungi og fór hann 1-0 fyrir Völsung.

Það var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Einherja á Seyðisfirði en nú erum við á heimvelli svo það má síður en svo slaka á! Vonandi mæta sem flestir á þennan leik, góð upphitun fyrir Vopnafjarðardagana.

Þar sem undirritaður kemst ekki á leikinn væri frábært ef einhver myndi vilja taka að sér að skrifa umfjöllun og/eða taka myndir á leiknum. Áhugasamir geta haft samband með því að senda tölvupóst á conradgudjonsson@gmail.com


-KG
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18