27.07.2009 20:29

Síðasta umferðin hefst - Einherji vs. Völsungur

Þá er komið að síðustu umferð riðlakeppninnar. Hjá Einherja hefst hún með þriðja leiknum á móti Völsungi. Sá leikur verður á fimmtudaginn nk. kl 20:00.


Skorar Bjarni aftur?

Í fyrsta leiknum tapaði Einherji án þess að það þurfi að hafa fleiri orð um það. En í síðasta leik voru Einherjamenn grátlega nálægt sigrinum, þegar Völsungur jafnaði, 1-1, á 95. mínútu. Það var virkilega svekkjandi og nú er kominn tími til að ganga alla leið og vera fyrsta liðið til að sigra Völsung!


Það var hart barist í síðasta leik

Af Einherja er það að frétta að Gísli Freyr verður í banni sem er mikill missir, þar að auki er Arnar Geir enn í fríi, eftir því sem undirritaður best veit. En fótbolti er liðsíþrótt svo það kemur bara maður í manns stað. Vonandi verða samt ekki fleiri sem detta út þegar líður á vikuna.

Völsungur féll í 3. deild síðasta sumar og er óhætt að segja að það er mjög líklegt að þeir fari beint upp aftur. Þeir eru með sterkt lið, þar sem uppistaðan er ungir heimamenn. Í raun eins uppbygging og hjá Einherjaliðinu. Og hverju skilar það sér hjá þessum liðum? 1. og 2. sætið þegar þriðjungur mótsins er búinn.

Það voru margir sem keyptu sér gamlar Einherjatreyjur, peysur og galla á Vopnafjarðardögunum. Þessi toppslagur er góður vettvangur til að mæta í nýju/gömlu flíkunum og skapa stemmingu sem aldrei fyrr.

Áfram Einherji!

-KG
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309182
Samtals gestir: 74912
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:58:22