31.08.2009 16:33

Síðbúið uppgjör

Einherji lét loksins af því verða, eftir 5 ára pásu, að taka þátt í Íslandsmótinu sumarið 2009. Frumkvæðið kom frá kjarnanum í liðinu, ungir strákar frá Vopnafirði. Það er óhætt að segja að fyrirfram hafi væntingarnar til liðsins verið hófsamar, enda um nær algjörlega reynslulaust lið að ræða. Donni, Arnar, Bjarni, Davíð, Elmar, Ívar, Raggi og Tomislav voru í raun þeir einu sem höfðu í það minnsta einhverja reynslu af meistarflokks bolta og sumir þeirra höfðu lítið eða ekkert spilað síðustu árin! En einhversstaðar verður að byrja.

Byrjunin var hinsvegar ekki glæsileg því í fyrsta leik var farið á Húsavík þar sem boltinn fór sjö sinnum í mark Einherja. En eftir það kom svakalegur kafli hjá Einherja þar sem strákarnir spiluðu  átta leiki í deildinni án þess að tapa. Leikur liðsins einnkenndist af leikgleði og mikilli baráttu sem sannarlega skilaði sér, auk þess spilaði liðið oft á tíðum virkilega flottan fótbolta og skoraði slatta af mörkum. Stemmingin á Vopnafjarðarvelli var frábær í þessum fyrstu leikjum og ber sérstaklega að nefna fyrri heimaleikinn gegn Dalvík/Reyni sem vannst 3-2 eftir að Einherji lenti 1-2 undir.

Það má líka ekki gleyma árangrinum í bikarkeppninni, þar sem Einherji komst í gegnum tvær fyrstu umferðinnar og fór til Keflavíkur í 32-liða úrslitum. Þar voru úrslitin 2-0 fyrir heimamenn en miðað við klassamuninn á liðinum stóðu strákarnirr sig frábærlega og létu sterkt úrvalsdeildarliðið hafa fyrir hlutunum.

Þann 15. júli fór Einherji til Seyðisfjarðar og framdi rán. Í leik þar sem nær enginn í appelsínugulu spilaði vel vann Einherji með síðustu snertingu leiksins. Gífurlega sætt og líklega hápunktur sumarsins. En eftir það lá leiðin niður á við.

Einherji vann ekki stakan leik eftir þetta og tapaði síðustu 4 heimaleikjunum. Það vantaði einhvern kraft sem einkenndi liðið fyrri hlutann, auk þess sem mestöll heppni virtist yfirgefa liðið. En svona er fótboltinn.

Á heildina litið er þetta tímabil alls ekki eitthvað sem menn þurfa að líta á með skömm, þó að endirinn hafi verið slæmur. Í raun getur liðið og aðrir Vopnfirðingar verið stoltir af árangrinum. Hefði einhver sagt við fréttaritara í byrjun sumars að Einherji myndi fá 20 stig og enda í 4. sæti, hefði það hljómað sem góð niðurstaða.

Það er hægt að horfa með bjartsýni til næsta tímabils. Það er erfitt að segja til um hvernig hópurinn verður þá en flestir eru jákvæðir fyrir því að halda áfram með Einherja sem er bara frábært. Það eru ekki bara þeir sem koma frá Vopnafirði sem vilja halda áfram því Tomislav, sem var líklega besti markmaður riðilsins, vill koma aftur, auk þess sem Davíð vill halda áfram að byggja upp liðið. Undirritaður veit ekki með Bjarna, en hann var allavega sáttur með dvölina eftir því sem ég best veit og vonandi kemur hann aftur.

Tölfræði sumarsins:

Leikir, mörk og spjöld í deildinni:
Leikmenn Leikir Mörk Gult Rautt
1 Adam Snær Atlason 1 0 0 0
2 Arnar Geir Magnússon 10 0 4 0
3 Bjarki Björnsson 11 0 1 0
4 Bjarni Óskar Þorsteinsson 11 3 0 0
5 Bjartur Aðalbjörnsson 5 0 0 0
6 Daði Petersson 13 1 2 0
7 Daníel Smári Magnússon 14 1 3 0
8 Davíð Örvar Ólafsson 13 4 2 2
9 Elías Mikael Vagn Siggeirsson 2 0 0 0
10 Elmar Þór Viðarsson 10 0 1 0
11 Gísli Freyr Ragnarsson 12 0 4 0
12 Gunnlaugur Bjarnar Baldursson 12 2 2 0
13 Helgi Már Jónsson 13 2 5 0
14 Ívar Örn Grétarsson 9 0 0 0
15 Kristófer Einarsson 3 0 0 0
16 Marteinn Þór Vigfússon 15 5 2 0
17 Ragnar Antonsson 5 1 0 0
18 Sigurður Donys Sigurðsson 12 9 6 1
19 Símon Svavarsson 15 4 3 0
20 Smári Lárusson 5 0 0 0
21 Tomislav Bengun 13 0 0 1
22 Þorsteinn Ægir Egilsson 4 0 0 0
23 Öystein Magnús Gjerde 1 0 0 0
 
  Samtals á leikmenn:   32 35 4

Lokastaðan í riðlinum:
                             L  U  J T   Mörk              Stig
1 Völsungur 15 11 4 0 54  -  20 34 37
2 Huginn 15 8 3 4 33  -  27 6 27
3 Dalvík/Reynir 15 8 2 5 34  -  22 12 26
4 Einherji 15 5 5 5 33  -  34 -1 20
5 Leiknir F. 15 2 2 11 22  -  37 -15 8
6 Draupnir 15 2 2 11 18  -  54 -36 8

Að lokum vil ég, Konráð Guðjónsson, þakka fyrir mig og um leið þakka öllum sem fylgdust með gangi mála í sumar og studdu Einherja. Sjáumst á Frímerkinu í maí 2010.

Áfram Einherji!

-KG
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18