21.12.2009 11:21

Davíð Örvar þjálfar Einherja áfram

Einherji Vopnafirði hefur gengið frá ráðningu þjálfara meistaraflokks karla í 3 deild fyrir komandi tímabil.

Davíð Örvar Ólafsson hefur verið endurráðinn sem þjálfari en hann þjálfaði liðið á síðasta tímabili.

Einherji gengur út frá því að vera með nánast sama hóp frá síðast tímabili en uppbyggingin var að stærstum hluta heimamenn.

,,Áhugi er samt fyrir að gera aðeins betur en á síðasta tímabili og styrkja hópinn lítisháttar og erum við í viðræðum við ýmsa aðila hvað það varðar," sagði í yfirlýsingu frá félaginu.Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 71
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 292626
Samtals gestir: 70543
Tölur uppfærðar: 16.7.2018 04:28:55