30.06.2010 21:16

Viðtal við Davíð á fotbolti.net

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Davíð þjálfara sem birtist á fotbolti.net í dag. Skemmtileg lesning og góð upphitun fyrir leikinn gegn Leikni á morgun:

3.deild: Hvað er að frétta frá Vopnafirði?
Mynd: Jón
Davíð Örvar Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jón
Þá er komið að liðnum ,,Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.

Að þessu sinni förum við á Vopnafjörð þar sem stemningin er skoðuð hjá Einherja.

Davíð Örvar Ólafsson spilandi þjálfari liðsins, svaraði nokkrum spurningum en þess má til gamans geta að hann er sonur Ólafs Jóhannessonar landsiðsþjálfara.

Eldra efni úr "Hvað er að frétta?"

Hvernig er stemningin hjá Einherja Stemmningin hjá Einherja er góð þessa dagana, sést næstum því til sólar og hitastigið er farið að huga að tveggja stafa tölu á næstu vikum. Knattspyrnulega séð er stemmarinn fínn, nýkomnir með 3 stig í pokanum frá Akureyri.

Er mikill fótboltáhugi á Vopnafirði? Já það er töluverður áhugi á fótbolta hérna á Vopnafirði, yngri flokkarnir æfa 4x í viku undir handleiðslu Símons Svavarssonar(SigguDóruson ef Bubbi Morthens er að lesa þetta !!), mikið af áhugasömum krökkum, bæði stelpur og strákar. Síðan er góður 100 manna kjarni sem mætir á leiki hjá okkur og vonandi fer þeim fjölgandi með bættu gengi liðsins. Einnig held ég að HM hafi haft mikil áhrif á mætinguna hjá fólkinu, það vill sjá alvöru fótbolta og mætir því á leiki hjá Einherja.

Ertu ánægður með byrjun sumarsins? Við byrjuðum mótið ekki vel, töpuðum illa á Grenivík í fyrsta leik og Dalvík valtaði svo yfir okkur hérna á Vopnafirði en við höfum tekið okkur á og unnið síðustu 3 leiki og liðið er á uppleið og stóra testið er á fimmtudaginn á móti Fáskrúðsfirði, það er alveg kominn tími á að vinna þá.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið? Markmið okkar í sumar er að gera betur en í fyrra, þá lentum við í fjórða sæti í riðlinum, við ætlum að reyna að fara ofar í sumar.

Hvernig er liðið byggt upp? Við byggjum liðið aðallega upp á strákum sem eru héðan en þetta er ekki fjölmennur staður þannig að vð þurftum að leita út fyrir kantsteinanna og markvörðurinn okkar frá Króatíu fann einn leikmann fyrir okkur og erum við því með tvo útlendingar og síðan erum við tveir að sunnan og þá erum við 16! Ekki stór hópur en við stöndum þétt saman, og sofum líka þétt saman!

Hvað hefur komið þér á óvart í byrjun móts? Ekki neitt, þetta er algjörlega eftir bókinni, Dalvík á að vinna alla leiki og við hin liðin eigum að geta unnið alla hina og tapað þá væntanlega líka! Kemur helst á óvart hvað KR-ingarnir eru slakir, væri fínt að hafa þá í okkar deild!

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um: Hér á Vopnafirði virðist enginn vita af hverju liðið heitir Einherji!

Eitthvað að lokum? Ég hvet forráðamenn fotbolta.net að mæta á Vopnafjarðarvöll í sumar, taka viðtöl við leikmenn Einherja og er ég þá með nokkra í huga, það væri gjörsamlega frábært sjónvarpsefni...Áfram EINHERJI

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=93519#ixzz0sNDog3y3Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 308757
Samtals gestir: 74835
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 16:02:03