Færslur: 2007 Febrúar

09.02.2007 16:39

Jónssprettsmótið

Í dag fór sameiginlegt lið Einherja og UMFL í 3.flokki til Akureyrar til þess að taka þátt í Jónssprettsmótinu í knattspyrnu. Mótið hefst í dag kl. 16:00 og likur um hádegi á sunnudag. Alls fóru 15 strákar en á þessu móti er keppt í 11 manna liðum. Strákarnir okkar keppa 4 leiki á mótinu hér má sjá niðurröðun leikjanna.

  

08.02.2007 09:14

Æfingar falla niður

Æfingar sem vera áttu kl: 15:00, 16:00 og 17:00 á morgun föstudaginn 9. febrúar falla niður vegna keppnisferðar 3. flokks til Akureyrar.

EINHERJI

 

05.02.2007 20:13

Gísli valinn.

Strákunum okkar gekk bara nokkuð vel á úrtaksæfingunni fyrir U16/17 ára landsliðið og var einn þeirra, Gísli Freyr Ragnarsson valinn í æfingahóp landsliðsins. Glæsilegur árangur hjá honum, til hamingju Gísli! Fyrsta landsliðsæfing Gísla verður strax um næstu helgi.

01.02.2007 16:29

Úrtaksæfing

Úrtaksæfing fyrir U16/U17 landslið karla fer fram í Fjarðabyggð, nánar tiltekið í knattspyrnuhöllinni á Reyðarfirði, sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi.  Á æfinguna hafa verið boðaðir vel á þriðja tug leikmanna frá félögum á Austurlandi. Á æfinguna fara fimm drengir frá Einherja en þeir eru: Gísli Freyr Ragnarsson, Bjarki Björnsson, Egill Gautason,Gunnar Karl Guðjónsson og Gunnlaugur B Baldursson. Vonandi gengur þeim vel og hver veit nema einhver þeirra verði valinn í æfingahóp landsliðsins.

 

  • 1
Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 318096
Samtals gestir: 75565
Tölur uppfærðar: 15.10.2019 17:26:04