Færslur: 2007 Nóvember

29.11.2007 14:23

Einherja myndir

 

Eru ekki einhverjir sem vita um gamlar upptökur og myndir frá gullaldarárum Einherja ?

Við vitum að í nokkur ár var tekið upp á "myndspólur" leiki Einherja á heimavelli og er ljóst að þessar myndir eru mikil menningar verðmæti og höfum við hjá Einherja áhuga á að komast yfir allt sem tengist sögu félagsins og fá til varðveislu eða til að afrita.

Ef einhverjir hafa eitthvað áhugavert er um að gera að hafa samband við
Gísla Arnar í síma 8452285 eða bara að koma á skrifstofu Einherja við tækifæri.

GAG

29.11.2007 10:55

Friðarljós

Helgina 1.- 2. Desember ætla Einherjakrakkar ( 4. - 5. bekkur )að ganga í hús og selja Friðarljós Hjálparstofnunar kirkjunnar, en Einherji sér um sölu þeirra eins og undanfarin ár.

Einnig verður hægt að nálgast bæði Vopnafjarðar jólakortin og Friðarljósin á skrifstofu Einherja til jóla.

Hvert kerti kostar 400 krónur.

23.11.2007 10:18

Aðalfundur

Aðalfundur Einherja  fyrir árið 2006 var haldinn í gærkveldi ,þar var kosin ný stjórn félagsins,                            

 Formaður Einar Björn Kristbergsson, aðrir í stjórn eru Bjarney Guðrún Jónsdóttir,Björn Heiðar Sigurbjörnsson,Linda Björk Stefánsdóttir og Magnús Már Þorvaldsson . Varamenn í stjórn eru Árný Birna Vatnsdal og Hrönn Róbertsdóttir.

Fundarmenn þáðu kaffi og bakkelsi í boði félagsins að fundi loknum og héldu svo saddir á sál og líkama út í náttmyrkrið.

GAG

21.11.2007 14:10

Forvarnardagurinn

Í dag miðvikudaginn 21.11.2007 er forvarnardagur forseta Íslands og
það má finna allt um daginn á forvarnardagur.is .
í tilefni dagsins var dagskrá með 8. og 9. bekk í grunnskólanum.
þar sem m.a.kom fram að skipulagt æskulýðs og íþróttastarf,
ásamt samveru fjölskyldna skiptir mestu í forvörnum meðal unglinga í dag.

kíkið á forvarnardagur.is
GAG

19.11.2007 09:35

Aðalfundur

Aðalfundur Einherja verður haldinn á fimmtudagskvöldið 22. nóv.  klukkan 20.00 ,í aðstöðu félagsins að Hafnarbyggð 4 efri hæð. 

        Dagskrá :

                            1. Venjuleg aðalfundarstörf
                            2. Önnur mál.


                                                            Stjórnin.

15.11.2007 14:07

Jólakortasala.

salan fer fram í næstu viku. 6. - 7. bekkur eiga að sjá um kortasöluna í ár.

15.11.2007 13:35

Æfingar falla niður.


Knattspyrnuæfingar falla niður föstudaginn16. Nóvember, vegna þjálfaranámskeiðs á Reyðarfirði.GAG

14.11.2007 08:27

Dósasöfnun gekk vel.

Óhætt er að segja að dósasöfnunin hafi gengið vel í gær og krakkarnir í 8. - 10. bekk stóðu sig með prýði og gerðu þetta með bros á vör. Flott hjá þeim. eitthvað voru fáir foreldrar sem sáu sér fært að koma og flokka dósirnar en það verða bara fleiri næst.        Gísli Arnar

13.11.2007 08:46

Jólakortasala

Þá er komið að jólakortasölunni hjá okkur, en ætlunin er að Einherjakrakkar gangi í hús um næstu helgi 17. - 18. nóv. Engin ný útgáfa er hjá okkur í ár, en þær eldri standa vel fyrir sínu og verða ekki í vandræðum með að bera jólakveðjurnar frá vopnfirðingum hvert um heiminn sem er.

                                                                                                                 Gísli Arnar.

09.11.2007 10:10

Æfingatafla vetur 2007.

9. nóvember 2007

Æfingataflan ætti að vera komin til allra krakkana í grunnskólanum,
 Henni var dreift þar í gær og fyrstu æfingarnar voru líka í gær og var fín mæting.
Í næstu viku er komið að dósasöfnun og það fellur í hlut 8. - 10.  bekkjar að fara á þriðjudaginn kl. 18  .
Það fellur því líka í hlut foreldra barna í 8. - 10  bekkj að koma dósunum niður á afgreiðslu og að flokka þær.
                                                                  kveðja              Gísli Arnar.

07.11.2007 15:34

Æfingar hefjast að nýju.

   Loksins er komið að því að við hefjum æfingar að nýju, en á morgun 8 /11 mun ég dreifa æfingatöflu í skólanum þar sem sett hefur verið niður allar æfimgar sem Einherji hefur uppá að bjóða í vetur.
það er að segja, Fimleikar.Knattspyrna og íþróttaskóli barnanna.
Hvað handboltann varðar koma uppplýsingar fljótlega.

            Gísli Arnar.
  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13