Færslur: 2008 Maí

30.05.2008 20:21

Sigur og tap.

Leikur Einherja - Hattar í  5.flokkur kvenna sem fram fór í gær endaði með sigri Hattarstelpna 0 - 3

Leikur Einherja/Hugins - Hattar endaði með sigri okkar stráka 4 - 2
í hálfleik var staðan 2 - 0  fyrir okkur mörkin frá Sigga og Sverri , en Hattarar mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu og virtist allt loft úr okkar mönnum ,en við settum aftur í gírinn og Sverrir skoraði úr víti og stuttu síðar setti Arnar mark sem gerði út um leikinn og fyrsti sigur sameiginlegs liðs Vopnfirðinga og Seyðfirðinga var staðreynd. 

        Gísli Arnar.


28.05.2008 08:36

fyrstu heimaleikir sumarsins.

Fyrstu heimaleikir sumarsins 2008
Fara fram á Vopnafjarðarvelli Fimmtudaginn 29. Maí.

   kl 16.oo     Einherji  - Höttur  5.flokkur-kvenna.  
Kl. 16.45    Einherji/Huginn  - Höttur   5.flokkur- karla.

Verða Einherjastelpurnar í stuði ? mætir Moli ? verður 20 gráðu hiti? verða liðstjórarnir með nógu mikið vatn á brúsunum ? fara þjálfararnir á taugum ? hver dæmir og hver er fituprósentan hans?                           
Getur Einherji/Huginn unnið Hött ?                                                         Svörin fást á Vopnafjarðarvelli á morgun.

Mætum á völlinn og hvetjum krakkana okkar.

Áfram Einherji ? Einherji/Huginn

28.05.2008 08:29

Frábær dósasöfnun.


Dósasöfnunin sem var í gær gekk mjög vel og var slíkur kraftur í talningunni að aðeins liðu 75 mín frá því mætt var og þangað til allt var búið.
börnin í 1. - 3. og þeirra foreldrar eiga heiður skilinn.
alls söfnuðust 5760 dósir. Bara flott.

Gísli Arnar.23.05.2008 08:58

Dagur barnsins á Vopnafirði

Gönguferð, bocciakennsla, grillveisla, fimleikar og hestar

Á góðum degi í VopnafirðiÆskulýðs og íþrottafulltrúi fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps,Einherja,
Félags (h)eldri borgara og hestamannafélagsins Glófaxa vonar að foreldrar og börn njóti dagsins í faðmi fjölskyldu og vina. 
Dagskráin er mjög fjölbreytt og skemmtileg ætluð til að auka enn á ánægjuna á sunnudag, meðal annars er boðið upp á gönguferð, börnum er boðið á hestbak, fimleikasýning, kennsla í Boccia og svo grill í lokin.

Dagskrá:

  • Klukkan 10.00 - Gönguferð uppá Sjónvarpshæð lagt upp frá slökkvistöðinni. Umsjónarmaður er göngugarpurinn Einar Björn Kristbergsson, Vasagöngukappi.
  • Klukkan 11.00 - Félagar í Hestamannafélaginu Glófaxa bjóða börnum á hestbak í reiðgerðinu í hesthúsahverfinu í norður Skálanesi.
  • Klukkan 12.30 - Yngstu börnin í fimleikunum hjá Einherja sýna foreldrum sínum framfarir vetrarins.
  • Klukkan 13.00 - Fimleikasýning í íþróttahúsinu ? þau börn sem hafa verið í fimleikum hjá Einherja í vetur undir stjórn Bjarneyjar Guðrúnar Jónsdóttur o. fl. sýna afrakstur þrotlausra æfinga vetrarins.
  • Klukkan 14.00 -  Að aflokinni fimleikasýningunni mun hin síunga Ásta Ólafsdóttir og félagar úr félagi (h)eldri borgara bjóða börnum á öllum aldri uppá kynningu/kennslu í Boccia.

Æskulýðs og íþróttanefnd hreppsins mun svo sjá um að bjóða börnum á öllum aldri uppá grillaðar pylsur og gos/Svala við grunnskólann eftir Boccia kynninguna.
Meðan að grillið stendur fá öll börn sem stundað hafa innanhúsfótboltaæfingar og Fimleika í vetur afhentan vorglaðning frá Ungmennafélaginu Einherja á sparkvellinum.

Æskulýðs og íþróttafulltrúi.

22.05.2008 13:31

Polla og Hnátumót 2008

 KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Mót: Mótshaldarar Polla - og Hnátumóta 2008

Mótshaldarar Pollamóts KSÍ eru Huginn Seyðisfirði.
Mótshaldarar Hnátumóts KSÍ er Höttur Egilsstöðum.
mótin verða sett niður á bilinu 9.-18. júní
Einherji hyggst senda ( blandað ) lið til keppni í hollahópnum, þar sem ekki eru næginlega margar stúlkur til að náist í lið í nátuhópnum.

Pollar og hnátur eru 6.flokkur börn fædd 1998 og 1999

Gísli Arnar.

21.05.2008 09:31

Dagur barnsins

Dagur barnsins 25. maí
Börn á öllum aldri takið eftir.

Dagur barnsins verður haldinn í fyrsta sinn á Íslandi 25. maí nk. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að ár hvert skuli halda dag dagurbarnsinsbarnsins hátíðlegan. Markmiðið með því að helga börnum sérstaklega einn dag á ári er að skapa tækifæri til að minna landsmenn alla á þessa mikilvægu þegna landsins, koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1954 helgað 20. nóvember alþjóðlegum degi barna. Ríkisstjórn Íslands vill fylgja því góða fordæmi en ákvað að velja deginum stað á tíma birtu, vors og gróanda. Degi barnsins í ár hefur verið valin yfirskriftin: Gleði og samvera.  Hugmyndin er sú að dagur barnsins renni inn í þjóðarvitundina á komandi árum og verði fyrst og fremst til þess fallinn að hvetja til samveru foreldra með börnum sínum. 
Vopnafjarðarhreppur og Ungmennafélagið Einherji hafa sett upp dagskrá sem verður dreift inn á hvert heimili, svo nú er bara að taka þátt.
(Sjá nánar á www.dagurbarnsins.is). 

19.05.2008 09:42

Vinaleikur á Fellavelli

í gær kepptu krakkarnir okkar í 5. flokki  vinaleik á Fellavelli við Hött Egilsstöðum og er skemmst frá því að segja að leikurinn var prúðmannlega leikinn og var það mál manna sem á leikinn horfðu að það væri skemmtilegt sumar framundan hjá Einherja,Einherja/Huginn og Hetti ef allir mættu með því hugarfari til leiks sem sást á Fellavellinum í gær.Við viljum Þakka Mola og félögum hjá Hetti fyrir daginn og vonandi verður framhald á þessu.

Gísli Arnar.

05.05.2008 08:51

EinHuginn

Það var ekki laust við að 5.flokks strákarnir okkar leyfðu sér að brosa út í annað eftir að hafa staðið sig með mikilli prýði á Fjarðaálsmótinu í gær. Hópurinn var skipaður 4 strákum frá Vopnafirði og 4 frá Seyðisfirði. Það var fyrst og fremst dugnaður og ánægja sem sást á þessari fyrstu sameiginlegu "æfingu" sumarsins og vonandi gefur það tóninn fyrir sumarið sem líkt og síðasta ár verður án efa erfitt en skemmtilegt.

Í keppni A-liða í 5ta voru 4 lið, Fjarðabyggð 1 og 2, KS og Sindri.  Leikar fóru þannig að Fjarðabyggð 1 vann alla sína leiki örugglega, en Siglfirðingar og Hornfirðingar urðu jafnir í öðru sæti, með 4 stig.  Markamunur KS var einu marki betri, þannig að þeir höfnuðu í öðru og Sindri í þriðja.

Í keppni B-liða sigraði Höttur, Einherji/Huginn hafnaði í öðru og Sindri og Fjarðabyggð I, urðu jöfn í þriðja sæti.

myndir koma seinna í dag.

Gísli Arnar

02.05.2008 11:54

Fjarðabyggðarmót 5.flokks karla

Fjarðabyggðarmót 5.flokks karla hefst 11.45 á Sunnudaginn en fyrsti leikur Einherja er kl.13.38. nánari uppl. á Leiknir fáskrúðsfirði hér vinstramegin .best væri að allir væru mættir ekki seinna en 11.45. til að sjá hin liðin.

Gísli Arnar
ef einhverjar spurningar eru þá hringið í mig í 8452285.
  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317815
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 08:48:09