Færslur: 2008 Júní

26.06.2008 14:15

Leikirnir við Fjarðabyggð/Leikni2

Þriðjudaginn 24.Júní fóru fram á Vopnafjarðarvelli 2 leikir
 
Einherji/Huginn - Fjarðabyggð/Leiknir 2    5.fl.kk

Leikurinn var hörku  fjörugur með færum á bæði lið.  í hálfleik var 1 - 2  en austan strákar komust í 2 - 0 , við minnkuðum muninn 2-1 eftir klafs í teignum en fleiri urðu mörkin ekki og erum við ákveðnir í að gera betur í seinni umferðinni.

lið E/H var svona. Arnar,Rökkvi,Sindri,Elvar,Logi,Siggi,Sverrir,Óliver,Viktor og Nathapon sem spilaði sinn fyrsta leik á íslandsmóti, til hamingju með það Nathapon.

Einherji - Fjarðabyggð/eiknir 2            5.fl.kvk

Einherjastelpurnar réðu þessum leik frá A til Ö og gerðu betur en í síðasta leik með því  að spila boltanum ágætlega á milli þótt enn vanti mikið uppá að þær sýni sitt besta og það kann að hljóma undarlega ,en þótt leikurinn ynnist 6 - 0 þá er ljóst að þær geta gert miklu betur enda sagðist engin þeirra þreytt né sveitt eftir leik og þær hafa oft tekið fastar á strákunum, á venjulegri æfingu en þær gerðu í þessum leik gegn F/L. samt sem áður vel gert stelpur og þegar við spilum meira fyrir liðið mun þetta ganga okkur í hag.

lið Einherja : Arna,Debóra,Anja,Thelma,Steindóra,Þorbjörg,Karen,Edda,og Bryndís.

Gísli Arnar.


20.06.2008 23:34

Fjarðabyggð 1 - Einherji/Huginn

í Gær fimmtudaginn 19.Júní fórum við í Einherja, Einherja/Huginn austur á Fáskrúðsfjörð og lékum við lið nr 1 hjá Fjarðabyggð í karlaflokki og kvennaflokki í 5.flokki. það er skemst frá því að segja að strákarnir áttu engin svör við góðu liði Fjarðabyggðar1  sem var vel skipað og áður er við vorum almeinilega byrjaðir höfðu þeir sett 3 mörk á okkur og það var óhætt að segja að vörnin hjá okkur hafði nóg að gera og Rökkvi var flottur í markinu . Við fengum ekki mörg færi til að sækja á þá en loka staðan var 8 - 3 ( 4 - 1 í hálfleik ) við sóttum aðeins í okkur veðrið í byrjun seinni hálfleiks og eygðum smá vonarglætu þegar Siggi Vopni setti sitt 3ja mark en því miður stóð það ekki lengi og lokatölur eins og áður sagði 8 - 3 og við nýttum öll okkar færi.

okkar lið : Arnar,Helgi,Sindri,Rökkvi,Siggi,Sverrir,Logi,  Óliver,Viktor

Stelpurnar okkar höfðu alla möguleikana í hendi sér er þær kepptu við Fjarðabyggð 1 en augljóst var að þær söknuðu örnu sem verður komin í næsta leik ,en Debóra sem fór úr senternum í markið stóð vel fyrir sínu. frá byrjun var ljóst að við vorum mun betra liðið á vellinum og gátum í raun gert út um leikinn í fyrri hálfleik en einhvern veginn virtist okkur fyrir munað að skora ,enda fór það svo að Fjarðabyggð setti fyrsta markið og við jöfnuðum með marki frá önju fyrir leikhlé í leik okkar í seinnihálfleik var svipað uppi og í fyrrihálfleik, við spiluðum vel og skopuðum okkur fullt af færum en ekki komu mörkin á færi bandi jafnt 2-2 með marki frá Thelmu og þvílíka baráttu sem þurfti til er Anja fór á eigin spýtur alla leið og setti hann glæsilega í hornið framhjá frábærum markmanni austan stelpna 3 - 2 sætur en erfiður sigur að baki.

Thelma,Anja,Steindóra,Hrefna,Þorbjörg,Karen,Debóra,Edda.


Gísli Arnar

16.06.2008 14:56

Yngri flokka knattspyrna á Egilsstöðum helgina 28-29 júní

 

Laugardagur 28.06.

Arkis mótið  í 6. aldursflokki.                        

Mótið hefst kl 12:00 ? áætluð mótslok kl 16:00

Allir fá verðlaun, Grill í mótslok.

Lok skráningar miðvikudaginn 25.06.

 

 Sunnudagur 29.06.

Húsasmiðjumótið í  7. Aldursflokki. 

Mótið hefst kl 12:00 ? áætluð mótslok kl 16:00

Allir fá verðlaun, Grill í mótslok.

Lok skráningar miðvikudaginn 25.06.


Foreldrar Einherjabarna sem eru í 6. og 7. flokki eru beðin að láta þjálfara vita í síma 8452285 ef þau komast með börn sín á mótin. 

 

13.06.2008 09:21

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 16. - 20. júní

Kristófer Einarsson verður fulltrúi Einherja í knattspyrnuskóla drengja á Laugarvatni en hvert félag hefur rétt á að tilnefna einn dreng fæddan 1994. í skólanum fara fram strangar æfingar og fyrirlestrar í bland við gaman og verða þetta eflaust spennanndi dagar fyrir drengina.Gangi þér vel Kristófer.

GAG.

13.06.2008 08:49

Einherji 3 - Sindri 0

Sindrastúlkur heimsóttu okkur í gær fimmtudag og fór leikurinn fram kl.14.00.
Frá upphafi var ljóst að þetta yrði hörkuleikur en Einherjastelpurnar voru mun duglegri að skapa sér færi, Karen var óheppin að skora ekki í nokkrum hraðaupphlaupum en í fyrri hálfleik skoraði Thelma af vinstrikantinum reyndar af eigin vallarhelmingi snyrtilega yfir markvörð Sindrastúlkna 1-0. Debóra skoraði svo annað mark okkar með hörkuskoti sem markmaður Sindra átti ekki sjens í og staðan 2 - 0 í hálfleik.
 í seinnihálfleik vorum við heppin að fá ekki á okkur mark en Karítas Fríða varði vel en hún leysir Örnu af á meðan Arna skoðar danaveldi . Thelma gerði svo út um leikinn með öðru marki og lokatölur 3 - 0.


Lið Einherja : Karítas Fríða,Þorbjörg,Anja,Thelma,Karen, Hrefna Brynja,Debóra,Edda Björk,Bryndís, og  Bergdís Fanney.

Bergdís Fanney  ( fædd 2000 )  flytur á Akranes innan skamms og mun eflaust eiga framtíðina fyrir sér hjá íA og óskum við henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar þar.

Til hamingju með sigurinn stelpur.

09.06.2008 15:11

kvennahlaupið

Kvennahlaupið fór fram sl.Laugardag í blíðskaparveðri hér á Vopnafirði og var þáttakan mjög góð en 66 konur á öllum aldri hlupu, hver á sínum hraða og glöddust í góðra kvenna hópi. þáttakan hér í bæ var svo mikil að eftir var tekið af forsvarskonum hlaupsins á landsvísu. Til hamingju með það stelpur.

Gísli Arnar.    

05.06.2008 08:11

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

 

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 7. júní á 90 stöðum hér á landi og 20 stöðum erlendis.

 

Í ár er yfirskrift hlaupsins ?Heilbrigt hugarfar, hraustar konur? að tilefni samstarfs ÍSÍ við Lýðheilsustöð.

 

Léttur leikur er í gangi á sjova.is. Það eina sem þarf að gera er að senda inn myndskeið á sjova.is og þú getur unnið dekurdag í nýja Blue Lagoon Spa-inu, fyrir allt að 8 manns. Mjög einfalt er að senda inn myndir og starfsfólk Sjóvá veitir alla mögulega aðstoð ef fólk skyldi lenda í vandræðum með að koma myndskeiðum inn á vefinn.

 

Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á hlaupastöðum,en hér á Vopnafirði hefst skráning klukkan 09.30 og hlaupið sjálft hefst 10.00.
Lagt er upp á planinu innan við skrifstofu Einherja. (Kaupvangsplaninu)

Gísli Arnar.

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13