Færslur: 2008 Júlí

22.07.2008 08:31

Sumarhátíð UÍA 29. - 31. Ágúst


Sumarhátíð UÍA 29.- 31. ágúst
Tuesday, 15 July 2008

Hin árlega Sumarhátíð UÍA verður í ár haldin helgina 29.-31. ágúst. Er ætlunin að una sér þar við heilbrigða keppni og ýmsa skemmtan.

Skrifstofa UÍA og undirbúningsnefnd vinna nú hörðum höndum að undirbúningi hátíðarinnar. Keppt verður að venju í frjálsum íþróttum, sundi og knattspyrnu en einnig gætu bæst við fleiri keppnisgreinar.
Við hvetjum alla til að taka helgina frá  og taka virkan þátt í hátíðinni, annað hvort sem keppendur eða stuðningsmenn.

Gísli Arnar

16.07.2008 09:10

Flottar myndir

Fyrir þá sem hafa gaman af að skoða skemmtilegar myndir úr fótboltanum þá er gaman að kíkja á heimasíðuna hjá Ómari Boga ( pabba Arnars Boga )sem er með fullt að flottum myndum frá sumrinu í 5.flokk Einherja/Hugins og frá Nikulásarmóti. kíkið á www.123.is/bson

Gísli Arnar.

14.07.2008 18:03

Nikulásarmótið 2008

 
Nú um helgina 11. - 13. Júlí tóku krakkarnir í Einherja þátt í Nikulásarmótinu á Ólafsfirði ásamt um 700 öðrum börnum víðs vegar af á landinu.  Óhætt er að segja að allir krakkarnir  voru til sóma bæði innan og utan vallar og árangurinn var eftirfarandi talinn í sætum:

7. flokkur lenti í 7.sæti af  11 liðum í C riðli

                                6.flokkur lenti í 7.sæti af 21 liði í C riðli

                                5.flokkur lenti í 3.sæti í B riðli af 5 liðum

 

Auk heldur fékk 5. Flokkur veitta eina af þremur viðurkenningu mótsins fyrir heiðarlega framkomu frá KSÍ . Er það ekki besta viðurkenningin sem fæst á slíkum mótum?

 

Einherji þakkar foreldrum og börnunum öllum fyrir skemmtilega og góða samvinnu á Nikulásarmótinu 2008. Þökkum einnig Seyðfirðingunum sérstaklega fyrir samvinnuna og samveruna um helgina og reyndar í allt sumar.


Gísli Arnar. 

 

 

 

10.07.2008 14:12

Veðurspá frá Nikulási sjálfum fyrir helgina.

Jæja Nikulásargestir...fengum veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni sem hljóðar svo:

Fimmtudagur 10. júlí:

NA gola og lágskýjað eða þoka.  Úrkomulaust.  Hiti +9°C

Föstudagur 11. júlí:

Lágskýjað framan af degi, en NV andvari og birtir mikið upp þegar líður á daginn.  Þó stutt í þokuna úti fyrir. Hiti +11°C

Laugardagur 12. júlí:

Suðvestan eða sunnan andvari og léttir mikið til.  Kannski þó skýjað af  háskýjum en úrkomulaust.  Hiti +15°C.  Mögulega hafgola um og eftir miðjan daginn og þá eðlilega svalara.

Sunnudagur 13. júlí:

Ákveðin S-átt, 5-7 m/s og rigning um tíma um leið og skil fara yfir um morguninn, en annars þurrt, skýjað með köflum og hiti um 14°C.

Við fáum þó nýjustu spá á morgun sem við munum skella hér inn á síðuna.

 Sjáumst í firðinum fagra.

10.07.2008 09:22

Nikulásarmótið

það eru alltaf að koma nýjar upplýsingar inn á www.nikulas.is  og er um að gera að kíkja þangað.

Gísli Arnar.

09.07.2008 08:47

Nikulásarmót

 

 Þá er orðið ljóst að við stefnum á Nikulásarmót um helgina með 5.6. og 7. flokk og fá allir sem skráð hafa sig til keppni sendar upplýsingar heim á blaði í dag
( Miðvikudag).

Þegar komið er á Ólafsfjörð er rétt að foreldrar hafi samband við Gísla eða Árný í símum 8452285 eða 8452269 sem verða búin að fá upplýsingar um  hvar við eigum að gista.

·        Allir þátttakendur verða að muna eftir að taka með sér: Takkaskó.legghlífar,tannbursta,hlýjan fatnað , sæng/svefnpoka,dýnu til að liggja á, Einherja galla,Einherja buffin,Góða skapið,

·        Vegna fyrirspurna þá skal tekið fram að börnin eiga að sjálfsögðu að vera í umsjá foreldra eða forráðamanna þegar þau eru ekki að spila og á milli leikja.

·        Varðandi gistinguna þá er  gengið út frá því að börnin sem vilja sofi inni, geri það og eru þá í umsjá þjálfara,fararstjóra og fari eftir þeim reglum sem þar gilda.

·        Þjálfarar og fararstjórar sjá um að koma börnunum í morgunmat,hádegis og kvöldmat.

·        Gisting fyrir foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi er frí á tjaldstæðum bæjarins.

·        Þátttökugjald kr 7000 er greitt með fjáröflunum ( dósasöfnun,ofl )

·        Þjálfararnir Gísli og Alexandra skiptast á með þessa 5.6. og 7.flokk.

·        Fararstjórar eru Gísli og Árný sem áætla að vera komin tímanlega á Ólafsfjörð til að sjá um greiðslu þátttökugjalds,og uppl. um gistingu ofl.

·        Minnum foreldra á að hægt er að kaupa sig inn í matinn á mótsstað á góðu verði.

·        Síðan er bara að mæta hress og kát , hvetja börnin jákvætt og öskra áfram Einherji og muna að hálfur sigur er að taka þátt.

02.07.2008 13:15

Það næst ekki í lið á pollamót KSÍ

Nú er orðið ljóst að ekki næst í lið til að taka þátt á Pollamóti KSÍ í 6.flokki sem fram fer á Seyðisfirði um helgina og því er næsta verkefni að öllum líkindum Nikulásarmótið 11 - 13 Júlí.

02.07.2008 08:53

Góður heimasigur

                Í gær 1.7.2008 fór fram á Fellavelli Egilsstöðum heimaleikur Einherja/Hugins gegn Sindra í 5.flokki karla. Ástæðan fyrir að leikið var á Fellavelli var sú að svo mikil rigning var á  Seyðisfirði að ekki reyndist unnt að merkja völlinn með góðu móti og því gripið til þessa ráðs ,að sjálfsögðu að fengnu samþykki Sindramanna sem voru á leið til Akureyrar á N1 mót.

 Ekki var mögulegt að leika leikinn á Vopnafirði vegna þess að of margir krakkar voru í sumarbúðum og fengust ekki laus alla leið hingað á Vopnafj.

Leiknum liktaði með sigri heimamanna Einherja/Hugins 5 - 2 ( 3 - 1 í hálfleik). Semsagt Ein/huginn - Sindri 5 - 2 og eiga krakkarnir hrós skilið fyrir frábæran leik.

 Lið E/H var skipað Helga,Rökkva og Sindra sem komu frá Seyðisfirði

Arnari,Önju, og Loga sem komu úr sumarbúðum á Eiðum

Sigga,Thelmu og Sverri sem komu frá Vopnafirði.

Sindramenn skoruðu fyrsta markið en við jöfnuðum snarlega og mikill kraftur og dugnaður færði okkur stöðuna 3 - 1 í hálfleik. fljótlaga í seinni hálfleik settu Sindramenn annað og minnkuðu muninn í 3 - 2 og fór um okkur en þá kom Thelma  og setti 1 með vinstri 4 - 2. Enn áttum við eftir að setja 1 það og stærsti sigur Einherja/Hugins í höfn.

 Mörk Einherja/Hugins  Arnar 1, Siggi 3 og Thelma

Núna á Föstudaginn kl 14.00 mun kvennalið Einherja leika á Fellavelli við stelpurnar hans Mola ( Hött )  en þetta eru liðin númer 1 og 2 í F riðlinum svo það verður spennandi leikur

 

Gísli Arnar.

01.07.2008 08:50

Fótboltahelgi í Fellabæ

Síðustu helgi fóru fram 2 mót í yngriflokka knattspyrnu á Fellavelli það er Artísmótið  í 6. flokki og Húsasmiðjumótið í 7. flokki. Við Einherjamenn mættum með lið á bæði mótin og var mikil gleði ríkjandi þrátt fyrir hálf leiðinlegt veður og í raun slæma færð til og frá Vopnafirði.
 
6.flokkur stóð sig vel var settur í riðil 2 og fékk þar svipaða mótherja að getu og höfðu mikið fyrir hlutunum og uppskáru eftir því, 2 sigrar og 1 jafntefli og geta verið sátt við sinn árangur.

7.flokkur sem spilaði á sunnudaginn stóð sig vel, en þar er óhætt að segja að veðrið hafi ráðið úrslitum ,því að að ég held unnust allir leikir þeirra liða sem spiuðu undan vindi og spiluðum við 3 sinnum uppí vindinn og töpuðum 3 sinnum og unnum einn leik sem við spiluðum undan vindi.Þannig að Kári sigraði alltaf.
En krakkarnir stóðu sig vel og auðvitað er erfitt að vera bara akkúrat með í lið og engann til vara og en við fengum einn lánaðann hjá andstæðingunum þegar einn okkar leikmanna varð að yfirgefa völlinn í stöðunni 0 - 4 gegn Völsungi vegna meiðsla.

þegar þetta er skrifað er ekki enn ljóst hverjir ná í lið á Nikulásarmótið  og lítil viðbrögð hafa verið við miðum sem sendir hafa verið heim með börnunum í 5. 6. og 7. flokki og spurning hvort þeir foreldrar sem ekki hafa haft samband  geti splæst einu símtali????

Gísli Arnar
  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13