Færslur: 2008 September

29.09.2008 11:12

Golfklúbbur Vopnafjarðar

Þann 18.september síðastliðinn var haldinn stofnfundur Golfklúbbs Vopnafjarðar og voru stofnfélagar 22 og hefur verið ákveðið að stofnfélagaskrá verði opin til 1.nóv.
Þeir sem vilja verða stofnfélagar geta látið skrá sig hjá undirrituðum á skrifstofu Einherja.

Gísli Arnar

16.09.2008 11:47

Engar æfingar á fimmtudag og föstudag

Engar fótboltaæfingar verða á fimmtudag 18./9 og föstudag 19./9

f.h. Einherja        Gísli Arnar.

11.09.2008 09:17

Æfingar

Í næstu viku hefjast æfingar inni í íþróttahúsi en þá eru að baki 2 vikur þar sem æft var á gerfigrasinu þar sem sannaðist enn og aftur þvílík snilld gerfigrasið er.
Undirritaður vill að gefnu tilefni koma því á framfæri að á íþróttaæfingar á að koma í íþróttafötum,íþróttaskóm og ekki er verra að venja sig á legghlífarnar sem eru skylda í keppni innanhúss og koma oft í veg fyrir smáhnjask sem gott hefði verið að sleppa við.

Gísli Arnar.

05.09.2008 09:19

Vel heppnuð uppskeruhátíð

það var líf og fjör á uppskeruhátíð yngri flokka Einherja 2.sept eins og sjá má á myndunum hjá Bjarka á  
www.vortex.is/kompan/
Mætingin  var frábær og allir fóru glaðir heim.

02.09.2008 11:34

Uppskeruhátíð

 

Uppskeruhátíð yngri flokka Einherja  2008

verður haldin  Þriðjudaginn 2. September í aðstöðu félagsins að Hafnarbyggð 4 efri hæð og hefst stundvíslega klukkan 18.00.( klukkan 6 )

Allir krakkar sem æft hafa hjá Einherja í sumar hvattir til að mæta og taka foreldrana með sér.

- viðurkenningar-veitingar-voða fjör-

Einherji

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13