Færslur: 2008 Október

30.10.2008 10:58

formannafundur UÍA

Formannafundur UÍA, haldinn á Stöðvarfirði 22. október 2008, beinir því til stjórnar UÍA að hvetja sem allra flesta Austfirðinga til að taka þátt í Unglingalandsmóti sem haldið verður í Grundarfirði verslunarmannahelgina 2009. Unglingalandsmótin eru frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og hafa mikið forvarnagildi. Formannafundur hvetur stjórn UÍA til að gera gangskör að því að þátttaka UÍA í mótinu verði sem glæsilegust.

þessa áyktun ásamt fleirum má finna inn á www.uia.is .

Gísli Arnar.

29.10.2008 10:42

Æfingafrí

Engar fótboltaæfingar verða frá og með föstudeginum 31.Október til og með miðvikudeginum  5. nóvember vegna vetrarfrís í grunnskólanum ofl.

sjáumst hress eftir fríið

Gísli Arnar

27.10.2008 11:17

Drekinn cup 2008

Það er víða spilað knattspyrnu þessa dagana þótt ekki viðri á sparkvöllinn.
Síðastliðinn föstudag var haldið knattspyrnumótið Drekinn cup í íþróttahúsinu hér á Vopnafirði en félagsmiðstöðin Drekinn stóð fyrir mótinu. Alls skráðu sig 22 leikmenn úr 6. til 10 bekk Vopnafjarðarskóla til leiks og var "dregið,, í 5 lið sem síðan kepptu um stóran bikar og sjálfsögðu heiðurinn "Drekinn cup meistarar 2008,,.


þessir ungu léttklæddu drengir unnu á dögunum knattspyrnumót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar í Ólafsvík.

27.10.2008 11:03

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ.

 
Framlag KSÍ til eflingar knattspyrnu barna og unglinga að upphæð um 30 milljónum

króna rennur til félaga í 2. deild karla, 3. deild karla og aðildarfélaga KSÍ utan deilda

2008. Hvert félag í 2. deild karla fær kr. 1.000.000 önnur félög í deildarkeppni kr. 750.000

og félög utan deildarkeppni kr. 200.000.

Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum.

Samkvæmt lista þeim er birtur er á heimasíðu KSÍ er Ungmennafélaginu Einherja úthlutað 750.000 kr til eflingar barna og unglingastarfs og er öruggt að þessir peningar koma sér vel núna þegar mun erfiðara er að leita til styrktaraðila vegna ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Gísli Arnar

21.10.2008 15:45

Bikar til kirkjunnar.

Um seinustu helgi var haldið Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar í Ólafsvík og vorum við Vopnfirðingar að sjálfsögðu fjölmennir þar enda ekki nema dagleið að bregða sér á Snæfellsnesið.
Að sjálfsögðu er keppt í ýmsum greinum á slíku móti og tóku drengirnir í hópnum þátt í knattspyrnumótinu og hreinlega rúlluðu því upp. Myndir eru í myndaalbúminu.

Gísli Arnar
  • 1
Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317804
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 08:16:11