Færslur: 2008 Desember

25.12.2008 13:08

Dregið í jólahappdrætti

Dregið hefur verið í jólahappdrætti Einherja, vinningar komu á eftirtalin númer:

 1.            Dell fartölva frá EJS. miði nr 287

 2.            Ferðavinningur frá Norlandair,  Vop-Aku-Vop fyrir einn miði nr 49

 3.            Hleðsluborvél, frá Bílum og vélum. miði nr 179

  4.           Lyklasett, frá Bílum og vélum. miði nr 231 

  5.           Gjafabréf frá Afreksvörum. miði nr 212

  6.           Gjafabréf frá Afreksvörum. miði nr 101

  7.           Helgardvöl í íbúð Afls, miði nr 84

  8.           Snyrtivöruúttekt í Lyfsölunni, miði nr 31

  9.           Snyrtivöruúttekt í Lyfsölunni. miði nr 145

10.           Þriggja mánaða tækjakort í íþróttahúsinu, miði nr 87

11.           Þriggja mánaða tækjakort í íþróttahúsinu. miði nr 46

12.           Þriggja mánaða tækjakort í íþróttahúsinu, miði nr 100

13.           Gjafabréf í Kauptúni. miði nr 128

14.           Gjafabréf í Kauptúni. miði nr 13

15.           Pizzuveisla á Hótel Tanga. miði nr 33

16.           Pizzuveisla á Hótel Tanga. miði nr 219

17.           Bónað bílinn að utan hjá Bónó. miði nr 149                    

18.           Gjafabréf frá Greifanum Akureyri.miði nr 226

19.           Gjafabréf frá Greifanum Akureyri.miði nr 176      

             þökkum öllum sem keyptu miða fyrir stuðninginn.

Sérstaklega viljum þakka þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt okkur tryggð og stuðning í jólahappdrætti  okkar í ár með auglýsingum og  vinningum , en þau eru:

 Landsbankinn ,Mælifell ,Bílar og Vélar,
EJS ,Norlandair,Afreksvörur,Afl,Vopnafjarðarhreppur,
Kauptún,Hótel Tangi,Bónó, Greifinn Veitingahús.


 Gísli Arnar.

22.12.2008 11:45

Gleðileg Jól

Gleðileg jól 

Einherji óskar Vopnfirðingum öllum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.


Stjórn Einherjaemoticon emoticon emoticon emoticon emoticon

16.12.2008 09:31

Jólakortakassinn kominn upp í Kauptúni.

 Þeim sér  vopnfirska sið að hafa kortakassa þar sem bæjarbúum gefst kostur á að koma með innanbæjar jólakortin og setja í kassann og þau síðan lesin sundur af Einherjafólki og dreift á aðfangadag til bæjarbúa sem margir hverjir bíða spenntir eftir öllum kortunum sínum verður viðhaldið í ár eins og æði mörg undangengin ár. Kortin eru mörg og mikil vinna við að lesa þau í sundur. Fólk getur einnig sparað talsverða peninga nú þegar pósturinn rukkar orðið 70 krónur á kort, er það von okkar að fólk noti sér þetta áfram og stingi kortum (ásamt smá þóknun ) í kassann og við komum þeim til skila með bros á vör.

Einherjiemoticon

15.12.2008 10:21

Síðustu æfingar fyrir jól

Trixin í takkaskónum

 

 

                        Síðustu fótboltaæfingarnar fyrir jól eru  á miðvikudaginn.

Á  fimmtudaginn kemur klukkan 15.00  eru Einherjakrakkar í 4. - 10. Bekk
boðin inn í Einherjaheimili í piparkökur og Djús.

Sýnd verður myndin Trixin í takkaskónum
sem er Kennslumyndband í knattspyrnu fyrir stráka og stelpur.

     Eftir áramót hefjast æfingar 5. janúar 

Einherji

12.12.2008 14:05

Jólahappdrætti

 

Jólahappdrætti Einherja er komið í sölu og verður gengið í hús í kauptúninu og sveitinni á allra næstu dögum. Þeir stuðningsmenn Einherja sem eru í meiri fjarlægð geta haft samband við undirritaðan í síma 8452285 eða í einherji@simnet.is og nælt í miða.

Einherji vill þakka þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt okkur tryggð og stuðning í jólahappdrætti  okkar í ár með auglýsingum og  vinningum , en þau eru:

Mælifell , Landsbankinn,Bílar og Vélar,                                                                                            EJS ,Norlandair,Afreksvörur,
Afl,Vopnafjarðarhreppur,Kauptún,
Hótel Tangi,Bónó, Greifinn Veitingahús.

Gísli Arnar Gíslason

08.12.2008 13:27

Jólin nálgast

 

 Jólin nálgast..............

Nú þegar nær dregur jólum förum við Einherjafólk á stúfana og stöndum fyrir okkar árlegu fjáröflunum, en  í ár er ætlunin að skipta störfum á milli okkar með þessum hætti:

 

Sala á " Vopnafjarðar" jólakortum og friðarkertum Hjálparstofnunar kirkjunnar fer fram þriðjudagskvöldið 9. Desember og á að sækja hvoru tveggja inn á Einherjaskrifstofu milli klukkan  18 og 19 þann dag og skila afgöngum heim til Gísla um kvöldið að sölu lokinni. Verð á kortum er 1000 kr pokinn og kertin eru á 500 krónur. Jólakortin eru afgangur síðustu ára og engar nýjar myndir og aðeins til 60 pakkar svo líklega duga þau ekki í allan bæinn.                                       Þessi sala verður í umsjón Einherjakrakka í 5. og 6. Bekk og skiptast hóparnir svona:

Lónabraut: Edda Björk , Sverrir Hrafn, Hugrún.

Fagrihjalli: Edda Björk , Sverrir Hrafn, Hugrún.

Hafnarbyggð: Elvar Smári , Ágúst Máni,Viktor.

Miðbraut:       Gabríela Sól, Hrefna Brynja. Nathaphon,Bryndís

Hamrahlíð: Gabríela Sól, Hrefna Brynja. , Nathaphon,Bryndís

Holtin:  Þorbjörg Jóna,Karen Ósk. Steindóra Huld,Daníel

Kolbeinsgata:  Hemmert Þór, Albert, Óliver.

Skálanesgata: Hemmert Þór, Albert, Óliver.

Jólahappdrætti Einherja verður sett í prentun í vikunni og hefst sala um helgina og verður hún í höndum Einherjakrakka í 7. Til 10.bekk og eldri Einherja. Aðalvinningurinn í ár er Dell fartölva að verðmæti 119.900 kr. Hver miði kostar 1500 kr og er mikilvægt að salan gangi vel fyrir sig. Í ár er ætlunin að skrá niður á nafn "hver er kaupandi af ákv. númeri" til að hægt verði að koma vinningum til skila strax að afloknum drætti kl.10.00 á aðfangadagsmorgun.

Nánar augl. Síðar.

                   Einherja kveðjur.

                                                                                  upplýsingar Gísli Arnar sími 8452285

04.12.2008 10:05

"Íslensk knattspyrna" er komin út.
Bókin Íslensk knattspyrna 2008 eftir Víði Sigurðsson er komin út en bækurnar hafa verið gefnar út samfleytt frá árinu 1981 og þetta er því 28. bókin í röðinni. Hún er stærri en nokkru sinni fyrr, 240 bls., þar af 80 síður í lit, og með rúmlega 360 myndum.
Í bókinni er að finna allt um Íslandsmótið í öllum deildum og yngri flokkum árið 2008 og mjög ítarlega er fjallað um efstu deildir karla og kvenna. Í henni eru miklar upplýsingar um lið og leikmenn, fjallað er um öll helstu mót innanlands, landsleiki í öllum aldursflokkum, Evrópuleiki íslensku liðanna, atvinnumennina erlendis, dómarana, o.s.frv.
Í bókinni í ár eru ítarleg viðtöl við leikmenn sem sköruðu framúr, þau Dóru Maríu Lárusdóttur, Davíð Þór Viðarsson, Hólmfríði Magnúsdóttur og Guðmund Steinarsson.
Litmyndir af öllum meistaraliðum í öllum flokkum á Íslandsmótinu 2008 eru í bókinni, ásamt bikarmeisturum og landsliðum. Bókin er gefin út í samstarfi við KSÍ og í henni er að finna úrslit allra leikja í KSÍ-mótum 2008.
  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317815
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 08:48:09