Færslur: 2009 Janúar

29.01.2009 13:36

Ótitlað

Tilkynning frá stjórn Ungmennafélagsins Einherja Vopnafirði.

 

Félagið hefur undanfarin ár reynt að halda æfingagjöldum knattspyrnuiðkenda í yngri flokkum félagsins í algjöru lágmarki. Stjórn Ungmennafélagsins ákvað því á fundi sínum 26. janúar að verja "grasrótarpeningum" þeim er  félagið fékk greidda frá KSÍ á síðasta ári  til að greiða niður æfingagjöld í knattspyrnu hjá Einherja.  Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu og hugsað til að auðvelda foreldrum kostnaðinn við að senda börn sín á knattspyrnuæfingar á vegum félagsins.

Það er trú stjórnar félagsins að með þessu sé einnig verið að efla möguleika barna og unglinga til  þátttöku í íþróttastarfi félagsins.

Æfingagjöld síðastliðins hausts,  sept - des  munu verða innheimt fyrri hlutan í febrúarmánuði og verður gefinn 50% afsláttur af þeirri tölu sem annars hefði verið innheimt og er ætlunin að gera slíkt hið sama áfram eða uns styrkurinn frá Knattspyrnusambandinu klárast.

Til gamans má geta þess að grasrótarstyrkurinn var að upphæð 750.000 krónur og er tilkominn vegna þátttöku okkar í íslandsmóti sumarið 2008. Þessi upphæði er háð því að félagið haldi úti liðum í yngri flokkum og af báðum kynjum.

 

                                                                              Stjórn Einherja.

22.01.2009 14:11

Bara flottirÞetta er ein af 3 nýjum myndum í myndaalbúmi.

Bara flottir.
skildi einhver þessara fríðu pilta ætla að keppa fyrir hönd Einherja í sumar í 3.deildinni ?


22.01.2009 11:47

Lífshlaupið

Þessi hópur hreyfði sig all mikið á sínum tíma og er kannski til í að taka þátt í líifshlaupinu.Einhverjir þeirra hefði bara gott af því.
Þriðjudaginn 20. janúar verður vefur Lífshlaupsins opnaður fyrir skráningu. Þátttakendur geta skráð sig í vinnustaðakeppni fyrir 16 ára og eldri, hvatningarleik fyrir 15 ára og yngri og í einstaklingskeppni sem er alltaf í gangi. Vinsamlegast kynnið ykkur vel reglur og fyrirkomulag skráningar. Lífshlaupið hefst 4. febrúar.
 
Landskeppni í hreyfingu - Lífshlaupið er að hefjast. kíkið á www.lifshlaupid.is og takið endilega þátt.

19.01.2009 08:18

UÍA leitar sjálfboðaliða.UÍA leitar að fjölda sjálfboðaliða í starf samtakanna. Alltaf er rúm fyrir hjálpfúsar hendur, fætur og huga. Í dag leitum við að fólki í nefndir og ráð. Sérgreina ráðin vinna í umboði UÍA að framgangi viðkomandi íþróttagreinar í ýmsu formi, til dæmis héraðsmótum. UÍA er héraðssamband, regnhlífarvettvangur fyrir íþrótta- og ungmennafélög á svæðinu frá Vopnafirði til Hamarsfjarðar.

 

Nánari upplýsingar og skráning í starfið er hjá skrifstofu UÍA í síma

471-1353 eða á netfangið uia@uia.is.

16.01.2009 12:38

meistaramót UIA

MEISTARAMÓT í frjálsum íþróttum

Meistaramót í frjálsum íþróttum verður haldið í Fjarðabyggðarhöllinni 25. janúar.

Keppni stendur frá 13:00-17:00. Upphitun hefst kl. 12:00.

Aldursokkar: 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15 ára og eldri.

Greinar: Kúluvarp (11-12 ára og þar fyrir ofan), boltakast (9-10 ára og

yngri) langstökk (allir), hástökk (11-12 ára okkur og þar fyrir ofan),

þrístökk (15 ára og eldri), 60m hlaup (allir), hringhlaup (allir, yngri

hlaupa 1 hring en eldri 2).

Skráningargjald er 1.000 kr. á keppanda. Félögum er bent á að skrá sína

keppendur í mótaforriti FRÍ á www.fri.is.

Gísli Arnar.

12.01.2009 08:59

Dósasöfnun

á fimmtudaginn 8.janúar var gengið bæinn þveran og endilangan og safnað dósum gekk það framúrskarandi vel og ber að hrósa öllum þeim sem að komu,en söfnunin var í umsjón 7.-10.bekkjar sem sá um flokkunina líka. Þetta eru duglegir krakkar sem hafa staðið sig frábærlega í fjáröflunum fyrir félagið undanfarin ár.emoticon

þessi mynd var tekin í Badmintonkennslu sem Einherji og Vopnafjarðarhreppur stóðu fyrir sl.vetur. þessir krakkar eru í dag í 7.bekk og voru að sjálfsögðu í dósasöfnunni á fimmtudaginn. 

Gísli Arnar.

09.01.2009 13:48

Meistaramót UIA í frjálsumHér má sjá Einn af keppendum Einherja Heiðar Snæ Ragnarsson spretta úr spori á Sumarhátíð UIA sl.sumar og má sjá á einbeitingunni að mikið er í húfi, enda drengurinn sprettharður eins og mamma hans.

Fyrir dyrum stendur að halda Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum þann 25. janúar næstkomandi í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Ég vil biðja þá sem áhuga hafa á frjálsíþróttum og alla aðra áhugasama til að hafa samband við UÍA svo hægt sé að koma þeim í samband við nýtt Frjálsíþróttaráð.

Þeir sem áhuga hafa á að keppa geta hringt í Stefán Boga hjá UIA  í síma 4711353 og spyrjast fyrir um mótið.

Gísli Arnar

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13