Færslur: 2009 Apríl

29.04.2009 09:48

Æfingaleikir

Um næstu helgi þ.e 1. -2 maí mun meistaraflokkur Einherja spila tvo æfingaleiki á Akureyri. Á föstudaginn kl. 16:00 verður spilað við Magna frá Grenivík og á laugardaginn verður svo spilað við 2. flokk Þórs kl.15:15, báðir leikirnir verða leiknir í Boganum.  

29.04.2009 09:41

Æfingabúðir.

Á morgun fara nokkrir krakkar úr 4. flokki Einherja ( strákar og stelpur) í æfingabúðir austur á Hérað og munu þau æfa þar með krökkum úr 4. flokki Hattar,þau munu æfa á morgun og föstudaginn og enda svo með því að spila í Fjarðarálsmótinu á Reyðarfirði á laugardaginn 

28.04.2009 09:36

Foreldrafundur

Foreldrar barna í 4. flokki drengja og stúlkna eru hér með boðaðir til fundar, þriðjudaginn 28. apríl kl 18:00 í Einherjaheimilinu. Fundarefnið er starfið í sumar og samstarf við Hött.    

Einherji

    

24.04.2009 15:01

6. og 7. flokkur

Í gær fóru 6. og 7. flokkur Einherja í keppnisferðarlag og tóku þátt í æfingamóti Hattar á Fellavelli. Flestir foreldrar fóru með börnum sínum og skemmtu allir sér vel bæði foreldrar og börn. Í mótslok var svo pylsuveisla og allir þátttakendur fengu gjöf.

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13