Færslur: 2009 Maí

24.05.2009 18:12

Stórsigur í fyrsta heimaleik

Í dag mættust  lið Einherja og Boltafélags Norðfjarðar í rokinu á Vopnafjarðarvelli. Leikurinn var í 1. umferð VISA-bikarsins og jafnframt fyrsti heimaleikur Einherja í 5 ár. Það sást að Vopnfirðinga hefur þyrst í að sjá  alvöru Íslandsmótsfótbolta allan þennan tíma því það var mjög vel mætt á leikinn.


Byrjunarlið Einherja:

                         Elías
Ívar(út61)  Davíð      Smári      Arnar Geir(út 75)
                       Helgi
            Gísli           Símon
Donni                                  Daði
                     Elmar(út 50)

Varamenn: Bjarki(inn 75), Þorsteinn, Ragnar, Marteinn(inn 50) og Daníel (inn 61)

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en þó hafði Einherji yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Á 14 mínútu kom svo fyrsta markið eftir klafs í teignum og var það Elmar sem skoraði. Þar með var ekki aftur snúið, þó svo að BN hafi átt 1-2 færi í leiknum og m.a. skotið í slá beint úr hornspyrnu. Þrátt fyrir stanslausa sókn og nokkur færi kom næsta mark ekki fyrr en á 32 mínútu þegar Donni skoraði eitt af sínum 2 mörkum úr vítum í fyrri hálfleik. Stuttu síðar skoraði Elmar fallegt mark og mínútu síðar setti Smári´ann þegar hann bombaði boltanum frá miðju og markvörður BN gerði sig sekan um slæm mistök. Staðan í hálfleik, 5-0

Sigurður Donys skorar úr seinna vítinu

Í seinni hálfleik var ekki slakað á og Einherji sótti og sótti.Donni skoraði 2 mörk úr fallegum skotum á 50 og 79. mínútu. Daði skoraði gott mark á 53. mínútu. Næst var komið að Arnari Geir sem kláraði færið sitt vel og síðast en ekki síst setti Helgi mark þegar hann fylgdi eftir góðu skoti sem markmaður BN náði ekki að halda.

Leikurinn var einstefna frá upphafi til enda. Ekki er þó víst að þetta hefði verið svona auðvelt ef BN hefðu mætt með fullskipað lið! Þeir mættu einungis með 10 leikmenn til leiks.  Menn voru eðlilega gráðugir í að skora og grunar undirritaðan að sóknarleikur Einherja gæti orðið skæður í sumar. Erfitt er að velja mann leiksins en fyrirliðinn skoraði 4 mörk og var alltaf ógnandi þegar hann var í kringum boltann. Annars voru flestir að spila mjög vel, þrátt fyrir smá kæruleysi á köflum. Stórglæsilegur sigur og vonandi rífur þetta upp sjálfstraustið í hópnum, eftir að hafa tapað illa í fyrsta leik


Strákarnir fögnuðu vel í leikslok

Næsti leikur Einherja er á Akureyri gegn Draupni á föstudaginn nk. Sá leikur fer fram í Boganum kl 20 og hvet ég alla stuðningsmenn Einherja á Akureyri til að mæta!

Næsti heimaleikur er á móti Huginn hér heim í bikarnum. Sá leikur fer fram á annan í Hvítasunnu kl 16, eða Mánudaginn 1. júní. Vinni strákarnir þann leik, komast þeir í 32-liða úrslit þar sem séns er að mæta 1. deildarliðum eins og t.d. ÍA, HK og Þór!

Fyrsti heimaleikurinn í deildinni er svo föstudaginn 5. júní gegn Dalvík/Reyni
og það verður án efa hörkuleikur.

Svo vil ég minna á Stuðningsmannakort sem veita aðgang á alla heimaleiki Einherja og hressingu á hverjum leik. Það kostar 10.000 kr og áhugasamir geta haft samband við Lindu Björk


-KG

p.s. Jón á vopnafjordur.is var með myndavélina á leiknum og tók fullt af myndum sem má sjá  hér

21.05.2009 20:38

Völsungur - Einherji 7 - 1

Í dag var fyrsti leikur Einherja í Íslandsmóti KSÍ 3 deild . Þessi leikur var við Völsung á Húsavík en átti að vera á Vopnafjarðarvelli. Þar sem völlurinn hér var ekki klár til spilamennsku þá var ákveðið að fá honum víxlað og byrja á útivelli. Í staðinn eigum við þá 2 leiki við Völsung hér heim síðar í sumar.

Það er skemmst frá því að segja að þessi leikur var ekki góður að hálfu Einherja. Fyrstu 20 mín voru þokkalegar og fengum við 2 þokkaleg færi. Eftir þann tíma áttum við ósköp lítið í leiknum og var staðan 3 - 0 í hálfleik. Ekki gekk betur í seinni hálfleiknum en hann endaði 4 - 1. Fengum við eitt víti þar sem brotið var á Sigurði Donys og tók hann vítið sjálfur og skoraði að sjálfsögðu úr því. Leikurinn endaði því 7 - 1 fyrir Völsung.

Það er óhætt að segja að þetta unga lið okkar var ekki alveg tilbúið í þennan fyrsta leik en menn eru staðráðnir í því að gera betur eða ekki bara betur heldur miklu betur.

Næsti leikur er á sunnudaginn 24/5 kl. 16:00 í Visa bikarnum og á hann að fara fram á Vopnafjarðarvelli á móti Boltafélagi Norðfjarðar. Við skulu bara vona að völlurinn verði klár fyrir þann leik.ÁFRAM EINHERJI

17.05.2009 20:43

Fjarðarálsmót.

Í gær fór 7.flokkur á Fjarðarálsmót sem haldið var í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði.Flokkurinn spilaði í hópi B-liða á mótinu og stóðu krakkarnir sig prýðilega og skemmtu sér konunglega. Sigur vannst í þremur leikjum en einn tapaðist.

15.05.2009 23:58

Félagsskipti mfl.karla 2009

Þá er búið að loka félagskiptaglugga KSÍ í þetta skiptið. Við hjá Einherja höfum verið að ganga frá félagsskiptum á nýjum og gömlum leikmönnum. Þeir gömlu eru þeir sem höfðu skipt á sýnum tíma yfir í Hött Egilsstöðum aðalega og eru það þá 2 flokks strákar sem eru að koma yfir í Einherja aftur. Einnig er Gísli Freyr Ragnarsson kominn heim aftur en hann fór úr Einherja í Hött og síðan í Njarðvík. 

Við höfum við bætt við okkur nokkrum nýjum leikmönnum og er þar helst að nefna:

Davíð Ólafsson þjálfara en hann kemur frá FH.

Bjarni Þorsteinsson frá Þrótti R en hann hefur farið víða á sýnum ferli meðal annars KR, Noregur,     Þýskaland og England svo eitthvað sé nefnt og á einnig um 10 A landsliðsleiki að baki.

Sigurður Donys Sigurðsson sem kemur aftur frá Fjarðabyggð og áður Reyni Sandgerði og er það mikill fengur fyrir okkur að fá hann aftur á Vopnafjörð en hjá okkur byrjaði hann ferill sinn.

Tomislav Bengun sem kemur frá Bosnía-Herzegóvína og er markmaður.

Einnig hafa 3 aðrir leikmenn skipt yfir í Einherja, einn frá Snerti, markmaður frá Dalvík  Þórshöfn og einn frá Kára en það er félag frá Akranesi.

Með þessu erum við komin með stóran og góðan hóp í sumar og ætti okkur ekkert að skorta í að geta ógnað mótherjum okkar í 3 deildinni í sumar.

Sjá félagskipti á vef KSÍ:

  Nafn Úr Í
1 Arnar Geir Magnússon Kári Einherji
2 Bjarki Björnsson Höttur Einherji
3 Bjarni Óskar Þorsteinsson Þróttur R. Einherji
4 Daníel Smári Magnússon Höttur Einherji
5 Davíð Örvar Ólafsson FH Einherji
6 Elías Mikael Vagn Siggeirsson Dalvík Einherji
7 Gunnlaugur Bjarnar Baldursson Höttur Einherji
8 Sigurður Donys Sigurðsson Austri Einherji
9 Tomislav Bengun Bosnía-Herzegóvína Einherji
10 Þorsteinn Ægir Egilsson Snörtur Einherji

Fjöldi félagaskipta: 1011.05.2009 16:05

Ótitlað

Lokahóf í fimleikum

Á morgun, þriðjudag, verður grillað og leikið sér saman við íþróttahúsið. Við byrjum kl. 15:30 og verðum til 17. Allir þeir sem æfa fá pylsur og djús í boði félagsins en gestum er velkomið að taka með sér og nota grillin. Hlökkum til að sjá ykkur.

Þjálfarar

05.05.2009 14:20

Æfingaleikjum um helgina lokið.

Þá er æfingaferð meistaraflokk karla um síðast liðna helgi lokið. Leikið var í Boganum á Akureyri. Spilaðir voru tveir leikir og var sá fyrri við Magna frá Grenivík og fór sá leikur frekar illa eða 7 - 1 fyrir Magna. Seinni leikurinn var við 2. fl. Þórs á Akureyri og endaði sá leikur 6 - 2 fyrir Þór.

Að sögn Davíðs þjálfara var þetta ekki eins slæmt eins og tölur segja til um. Var margt gott í báðum leikjum en eins og má reikna með þá segja úrslit ekki allt þegar um æfingaleiki er að ræða.

Fyrsti leikur Einherja í 3. deild er síðan 21.maí á Vopnafjarðarvelli.

  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317815
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 08:48:09