Blogghistorik: 2009 Författad av

28.09.2009 14:13

Einherjapeysur

Þá er loksins komin ný sending af Einherjapeysunum, þeirra er hægt að vitja að Steinholti 10 heima hjá Einsa og Jenný.

24.09.2009 11:24

Donni segir bless

Tilkynning frá Sigurði Donys Sigurðssyni:

"Ég hef tekið þá ákvörðun að vera ekki áfram í herbúðum Einherja. En ég vil þakka fyrir mig og þetta var virkilega skemmtilegur tími. Ég óska strákunum góðs gengis í næstu verkefnum og ég vil þakka Davið Ólafssyni fyrir frábært sumar, hann er mjög góður þjálfari. Ég vil lika þakka stjórninni og stuðningsmönnum fyrir gott sumar. Ég vil líka þakka krökkunum sem ég þjálfaði i sumar, þau stóðu sig öll mjög vel og voru mjög skemmtileg. En takk fyrir mig og Einherji lengi lifi! Það verður gaman að fylgjast með ykkur.
Kveðja Sigurður Donys Sigurðsson sem lætur af sem fyriliði.
Áfram Einherji"

Og honum er hér með þakkað fyrir sitt starf í þágu Einherja

-Áfram Einherji!

02.09.2009 10:42

Knattspyrnuskóli 2009

Í júli vorum við með knattspyrnuskóla fyrir 3.4. og 5. flokk,þátttakendur voru um 20 bæði drengir og stúlkur. Leiðbeinendur voru Davíð Ö Ólafsson og Sigurður D Sigurðsson,auk þess kom Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og var með krökkunum einn dag. Myndir frá skólanum í myndaalbúmi.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 18
Antal unika besökare idag: 12
Antal sidvisningar igår: 32
Antal unika besökare igår: 22
Totalt antal sidvisningar: 308596
Antal unika besökare totalt: 74818
Uppdaterat antal: 15.9.2019 11:58:29